Ginnungagap

31 desember 2005

...og aldrei það kemur til baka

Jahá... þá er þetta ár að renna sitt skeið. Veit ekki alveg hvað gerðist á því, finnst eins og það hafi ekki gerst mikið. Ég er reyndar komin í annan bekk og komin með bílpróf en það er varla mikið meira. Auðvitað gerðist ýmislegt skemmtilegt en það var ekkert meira eða minna en venjulega!
Í augnablikinu sé ég bara svörtu hliðina, þ.e. árið 2005 sé árið sem Hrólfur byrjaði í mútum og árið 2006 árið sem ég verð 18 ára!

Ég trúi samt ekki öðru en að árið verði bara ágætt að öðru leiti og ég vona að allir sem þetta lesa skemmti sér vel í kvöld og eigi hamingjuríkt ár!

|

29 desember 2005

You and your shoe-eating dog!

Jólin eru búin. Þau eru búin að vera afskaplega venjuleg jól. Ég held áfram að sannreyna kenningu mína um að magaapparatið í mér viti ekki seddi er fyrr en það er orðin of mikil seddi... Fékk fínar jólagjafir: mínar venjulegu 4 bækur, geisladisk, náttföt x 2, baðsloppur, vesti, sjal, eyrnalokka, vettlinga x 2 og mp3. Ein af bókunum sem ég fékk var Afturelding eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Var í mínu mesta sakleysi að klára hana í fyrradag þegar atburðarrásin leiddi mig í skotleik í Dimmuborgum sem gékk út á það að tveir menn fara sitthvorn hringinn í Dimmuborgum, í myrki, og eiga að reyna að skjóta hinn. Get ekki sagt annað en að ég hafi breitt sængina aðeins betur yfir eyrun og heitið því að fara aldrei í Dimmuborgir í myrkri...

Ég er ekki frá því nema að bíóferðin sem ég fór í í gær toppi bíóferðina sem ég fór með Magneu í haust. Ég ætlaði með mömmu, Hrólfi og Inga á Harry Potter kl 8 í Kringlunni. Þegar við vorum búin að standa í röð í ágæta stund komumst við loksin að til að komast að því að það hefði verið rugl í blaðinu, Harry Potter væri bara sýnd niðri í Álfabakka. Við hlupum út í bíl brunuðum niður í Álfabakka og stóðum þar í enn lengri röð en í Kringlunni. Það var ekki til neins nema komast að því að þar var orðið uppselt á dear Harry en okkur var boðið að kaupa miða á 10 sýningu í Háskólabíói sem við þáðum. Bíóferðin tók rúman 5 og 1/2 tíma.

Ég er farin að halda að allt þetta S.A.T.C gláp mitt undanfarið sé farið að hafa alvarlega áhrif á mig. Ég var ofsótt af S.A.T.C. leikurum í sjónvarpinu í kvöld. Byrjaði allt með Miröndu sem fékk heilablóðfall í E.R., svo var Trey hennar Charlott brjálaður kall í Law and order- SVU og allt endaði þetta með henni Söru Jessicu í Jay Leno. Krípí eða?
(S.A.T.C, E.R, SVU...? How cool am I?)

|

24 desember 2005

Gleðileg jól

Í morgun vaknaði ég við hið eina sanna jólaveður úti - eða ekki! Það var slagveðursrigning sem buldi á húsinu og tók burt allan snjóinn sem við vorum búin að safna í gær og fyrradag. En það verða jól þrátt fyrir snjóleysi.
Við erum annars bara frekar róleg hérna megin, búin að öllu nayðsynlegu og aðeins matarsnatt eftir. Brynja fær að því virðist steikarpott í jólagjöf og er víst hamingjusöm upp fyrir haus.

Ég vil bara óska öllum sem þetta lesa gleði- og hamingjuríkra jóla, hvort sem þeir eru á Íslandi, London eða Spáni. Hafiði það sem allra best.

Jólakveðja Arna

|

18 desember 2005

Ef ég nenni

Vá mér fannst vera svo langt síðan ég komst síðast á netið, það voru 2 dagar. Er búin að vera meira og minna ein heima, tölvu- og inneignarlaus og vorkenna sjálfri mér. Er reyndar búin að skrifa nokkur jólakort, horfa á ríginn og taka smá til líka. Ég var svo glöð þegar ég skilaði ritgerðinni í hólfið á föstudaginn. Þá var ég líka búin að kynna dönskuverkefnið, fara í enskupróf og skila heimadæmunum.

Fór í mat til Eyglóar á fimmtudaginn og það var voðalega fínt. Hún kann sko að halda boð. Svo var ég næstum því dáin á Glerártorgi á föstudaginn - jólagjafakaup og margmenni fara ekki vel í mig. Nú þegar það er búið að ákveða allar gjafirnar er enn eftir ein ákvörðun áður en jólin mega koma: Í hverju á ég að vera? Efast reyndar um að jesúbarnið fresti fæðingu sinni út af svona smávægilegu vandamáli.

Ég var búin að gleyma hvað mér finnst gaman að skrifa jólakort - maður rifjar svo margt skemmtilegt upp!

|

12 desember 2005

Það er draumur að vera með dáta

Bara vika eftir af skólanum. Ein ritgerð, heimadæmi, hópverkefni og 2 enskupróf eru líka eftir en það reddast. Það reddast alltaf allt á endanum.

Dagurinn í dag á örugglega eftir að einkennast af því sem hann byrjaði á. Vaknaði aðeins of seint. Átti engin hrein föt, fann ekki varasalvann minn, hárið stórfurðulegt og svo fékk ég mér vínarbrauð á hlaupunum út! Getur þetta endað vel?

|

08 desember 2005

Minn sáttmáli við guð um þúsund ár

Ég er ekki týpan sem segir að uppáhaldsbækurnar sínar séu Sjálfstætt fólk og Salka Valka og að þær hafi verið lesnar fyrir fermingu. Ég hef aldrei lesið bók eftir Halldór Laxness og í augnablikinu langar mig ekkert til þess. Ég býst nú við að eiga einhvern tímann í framtíðinni eftir að geta tjáð mig um bækurnar hans en þangað til ætla ég að tjá mig um ljóðin hans. "Hvert örstutt spor" er til dæmis alveg fínasta ljóð með fínu lagi. Ég stalst til að ljósrita nóturnar af því niðri í tónó því ég veit ekkert hvort Sigga vill að ég syngi það. Annars nægir mér að gaula það bara fyrir hundinn.

Mig er lengi búið að langa til að bæta einu atriði á klukk listann minn yfir atriði sem ég ætla að gera áður en ég dey og það er að syngja með Garðari Thor Cortes! Lýðurinn tryllist, salurinn fyllist! Arna og Garðar - together again! Nei ég segi svona. En væri það ekki draumur...?

Tvisvar í þessari viku er ég búin að drífa mig niður í tónó til að fara í söngtíma og viti menn - Sigga er lasin. Ég lít nú venjulega á forfallatöfluna til að gá hvort svo ólíklega vildi til að hún skuli hafa forfallast en auðvitað sjá æðri öfl um að maður gerir það ekki, einmitt þegar hún er ekki!

Ekki nema rúm vika í jólafrí en enn læt ég eins og önnin sé rétt að byrja og langt til jóla. Nógur tími til að vinna allt upp sem maður er búin að slugsast með hingað til! Er þetta afneitun eða...?

|

04 desember 2005

Katla stendur fyrir sínu

Ég lennti ekki bara í sköflum í gær - ég lennti líka í vottum. Hvað er það sem fær fólk til að fara upp í sveit og troða trú sinni upp á annað fólk. Ég var búin að sjá einhverjar konur fara í húsin í kringum mig en þær stoppuðu ekki lengi á hverjum stað. Svo komu þær og bönkuðu hjá okkur. Þær höfðu gríðarlegan áhuga á að vita hvort ég hefði áhyggjur af framtíðinni og hvort ég vildi ekki kynnast einhverjum sem hlustaði alltaf, hefði áhuga og gæti hjálpað. Ég reyndi nú að segja þeim að mér finndist það ekki vera þess virði að velta mér upp úr því hvort ég gæti orðið fyrir barðinu á náttúruhamförum. Þá herptust varirnar á konunni og hún sagði fornemuð að þetta væru nú samt staðreyndir. Þegar ég hélt að ég væri nú að losna við þær spurðu þær hvort það byggi einhver á neðri hæðinni. Ég þorði ekki að ljúga að þeim því að þær höfðu örugglega séð ömmu í eldhúsglugganum. Þegar þær bönkuðu svo hjá ömmu var hún á salerninu og þær fóru. En nei, það dugði þeim ekki því í dag komu þær aftur en amma greyið náði að koma í veg fyrir það að þær kæmu inn og sagði þeim bara sína skoðun.

Farin að horfa á reestina af Erninum

|

03 desember 2005

Vetur - vetur - vetur

Mér sýnist allt stefna í almennilegan vetur hér á norðuhjaranum. Ég er allavega búin að lenda í alls konar snjó-ævintýrum seinasta sólarhringinn. Byrjaði allt með því að seint í gærkvöldi fór ég niður í Gautlönd. Það var hríð og snjór á veginum. Ferðin gékk samt ótrúlega vel. En þegar ég ætlaði heim í nótt endaði það samt ekki eins og áætlað var. Guðjón og stelpurnar voru í bíl á undan mér og þau komust ekki langt áður en þau stoppuðu og komust ekki lengra. Við vorum með miklar spekúleringar um það hvað væri best að gera, reyna að koma mínum bíl á undan eða bakka bílunum alla leiðina til baka. Ragnhildur koma á jeppanum á eftir okkur og við fórum í skoðunarferð upp á Ása og ákváðum að fólksbílarnir kæmust þetta ekki, svo að við fórum bara inn aftur. Þegar þarna er komið við sögu var klukkan um hálf þrjú. Mér var svo kalt á fótunum því ég var ekki í neinum snjófötum. Svo kom Eddi og sótti Guðjón og hans stelpur en ég gisti hjá Ragnhildi og hennar stelpum.

Þá er snjó-ævintýrum mínum ekki lokið því í dag þegar við ætluðum út í sveit að hitta krakkana í íþróttahúsinu lentum við í öðru. Það var ekki búið að blása ásana en ég var nú næstum því alveg búin að komast alla leið út á þjóðveg þegar ég stoppaði og komst ekki af staf aftur. Ragnhildur, Magnea og Eygló voru á jeppanum á eftir mér og í sameiningu reyndum við öll trikk sem við kunnum. En aldrei komst bíllinn af stað. Þá komu Baldar og redduðu málum. Tóku við stjórn á vettvangi og við komumst út á þjóðveg.

Nú eru eflaust allir sem halda að öllu hafi verið bjargað þegar við komum út á þjóðveg og það var næstum því rétt. Ég þurfti að koma við hérna heima áður en ég færi út í Reykjahlíð og sagði stelpunum að þetta væri ekkert mál ég kæmist þetta alveg þær skildu bara drífa sig. Mér gékk ágætlega nema þegar ég kom á Holtið stoppaði ég aðeins og komst ekkert af stað aftur. Einar og Kristinn komu að hjálpa mér og svo pabbi og á endanum komst bíllinn í hlaðið og hefur ekki hreyft sig síðan.

Ég er aftur á móti að hugsa um að fara bara upp í rúm, lesa Harry Potter og fara ekki á fætur aftur fyrr en í vor. Eða kannski kíki ég fram úr þegar það er búið að skafa...

|