Ginnungagap

29 október 2006

Þarf að þvo eitthvað af þér?

Sum símtöl eru öðruvísi en önnur. Dæmi:

Hrólfur: Hæ
Ég: Hæ, hvað segirðu?
H: Bara fínt
Ég: Ok (orðin pínu örvæntinarfull yfir því að hann skuli hafa hringt, því á miðvikudagskvöldum þýðir það aðeins eitt...)
H: Hérna ég gleymdi að taka upp Bráðavaktina.
Ég: HA!! Hvernig gastu gleymt því %#$*~... Horfðiru þá á hana til að geta sagt mér hvað gerðist?
H:... eeee nei- eða jú bara endinn.
Ég: Og hvað er hún orðin ólétt? (Ég þakka internetinu fyrir að fylla í eyðurnar þegar upptökustjórinn er ekki að standa sig...)
H: Já hún sagði honum það í endann og...

Þarna hefðum við getað skilið sátt og ég lesið það á netinu hvað gerðist líka í þættinum en nei, samtalið var ekki alveg búið...

H: Hérna kemurðu um helgina?
Ég: Já ég veit ekki annað, nú?
H: Það er sko íþróttamót á föstudaginn og það vantar eiginlega foreldra til að sjá um matinn og ég sagði að þú gætir kannski gert það...
Ég: HA?!?!
H: Já, geturðu það?
Ég: ...(fann enga nógu gáfulega afsökun til að geta neitað) með hverjum verð ég?
H: Bara einhverjum mömmum.
Ég: jaaaá ok, ætli það ekki...(Sjittfokksjittsjitt!)

Svo ég fór út í skóla skjálfandi á beinunum (alltof seint reyndar en halló - ég þurfti að koma mér frá ak á hálftíma hefði ég átt að standast tímasetningar...) og þegar ég kom voru súpermömmurnar eiginlega bara búnar að öllu þannig að ég fékk að skera lauk. Tvo lauka meira að segja. Ekki svo hræðilegt. Svo fékk ég að fara út í íþróttahús og sjá krakka (sem mín dómgreind hélt að væru í fjórða bekk en eru víst í sjöunda...) keppa í íþróttum og hormónastarfsemi. Svo fékk ég að fara aftur í skólann að setja pitsur í ofn og skeiðar í kokteilsósu og djús í könnur. Svo fékk ég að vaska upp áður en ég fór heim með hálft tonn af pítstuafgöngum. Þessi innsýn í vanmetinn heim súpermömmunnar hafði áhrif á mig alla helgina. Ég fór til dæmis ekki úr flíspeysunni alla helgina og í dag gargaði ég bökunarleiðbeiningar meðan ég var í sturtu. Eins gott að síminn minn er búin að vera batterýislaus alla helgina - annars hefði Volvo-umboðið kannski náð í mig...

|

20 október 2006

Svo loðnir, svo sætir, svo...fáir!

Ég fór í þrjár búðir í dag til að leita mér að almennilegum bláberjum. Þau voru mygluð í Bónus, pínu mygluð og á uppsprengdu verði í Hagkaup svo ég endaði í Nettó þar sem þau voru bara dýr.

Ég er að gera fyrirlestur í ensku um tígra og það er svo gaman að vita allt í einu svona mikið um eitthvað sem ég vissi sama sem ekkert um fyrir viku. Núna er ég með öll litaafbrigði randafjölda, meðgöngutíma og útbreiðslu á hreinu. Mér finnst til dæmis svolítið svakalegt að um aldamótin 1900 voru til 100.000 villtir tígrar í heiminum en núna eru þeir bara 5000! Ég er að vinna verkefnið með Valgerði og Guðjóni og mér finnst svo gaman að sjá hvað við erum mismunandi. Ég held ekki vatni yfir ógnvæglegum tölum og myndum sem eru flottar á litinn á meðan Valgerður missir sig yfir myndum af tigercubs (sem eru ss tígrakettlingar)! Mússímúss.

Ég ætla heima á eftir og um leið og ég kem heim verð ég að gjöra svo vel að baka tvær kökur fyrir elskulegan bróður minn svo hann geti selt þær á kökubasar á morgun. Svo er bara slægjufundur, slægjuball og lærdómur um helgina.

Arna sem er orðin leið á því að baka alltaf kökur en fá aldrei að borða þær...

|

Svo loðnir, svo sætir, svo...fáir!

Ég fór í þrjár búðir í dag til að leita mér að almennilegum bláberjum. Þau voru mygluð í Bónus, pínu mygluð og á uppsprengdu verði í Hagkaup svo ég endaði í Nettó þar sem þau voru bara dýr.

Ég er að gera fyrirlestur í ensku um tígra og það er svo gaman að vita allt í einu svona mikið um eitthvað sem ég vissi sama sem ekkert um fyrir viku. Núna er ég með öll litaafbrigði randafjölda, meðgöngutíma og útbreiðslu á hreinu. Mér finnst til dæmis svolítið svakalegt að um aldamótin 1900 voru til 100.000 villtir tígrar í heiminum en núna eru þeir bara 5000! Ég er að vinna verkefnið með Valgerði og Guðjóni og mér finnst svo gaman að sjá hvað við erum mismunandi. Ég held ekki vatni yfir ógnvæglegum tölum og myndum sem eru flottar á litinn á meðan Valgerður missir sig yfir myndum af tigercubs (sem eru ss tígrakettlingar)! Mússímúss.

Ég ætla heima á eftir og um leið og ég kem heim verð ég að gjöra svo vel að baka tvær kökur fyrir elskulegan bróður minn svo hann geti selt þær á kökubasar á morgun. Svo er bara slægjufundur, slægjuball og lærdómur um helgina.

Arna sem er orðin leið á því að baka alltaf kökur en fá aldrei að borða þær...

|

14 október 2006

The biggest looser?

Ég held að ég hafi náð botninum núna rétt áðan... Ég fór í annað skipti í dag út úr húsi rétt áðan og það var til að kaupa mér nammi. Ég fór út í morgun til að skila af mér köku. Annars er ég bara búin að vera heima og gera ekki neitt nema lesa í Íslandsklukkunni. Mér líður eins og ég sé ein í heiminum því af einhverjum ástæðum eru þeir vinir sem ekki eru að vinna í amk 100 fjarlægð. Svo núna í kvöld er Kári að vinna, Elli og Sigga eru í matarboði og Siggi í heimsókn. Ég er s.s. ein heima með So you thing you can dance og namminum mínu. En nei þá fatta ég að mig langar ekki í nammi fyrr en ég er búin að borða! Og hvað gerir einmana aumingi sem langar ekki í jógúrt...? Jú hann pantar sér pítsu og sekkur dýpra!

Pítsa: tjekk
Nammi: tjekk
Sjónvarp: tjekk
kúlheit: ...ekki svo mikið tjekk.

|

10 október 2006

Klifra

Uppáhald mitt á sauðfé hefur varla farið fram hjá neinum fastagesti Ginnungagaps. Þess vegna ætti það ekki að koma neinum á óvart þó þessi færsla snúist um rollu, nánartiltekið Klifru. Það er ekki á neina kynbótaskepnu í mínum stofni hallað þó að ég segi að Klifra sé uppáhaldskindin mín. Klifra fæddist í Bakkhúsum í maí árið 1997. Hún er dóttir Mýrispýtu og Hrúts sem hringdi aldrei aftur og skiptir því ekki máli. Ásamt Klifru komu í heiminn ónefnd systir og gæðaskepnan Bossi. Klifra dvaldist ekki lengi í Bakkhúsum því mamma hennar gat ekki séð um öll lömbin og Klifra fór því í fóstur suður á Grund þar sem hún hefur dvalið síðan. Aðskilnaðurinn frá móðurinni var Klifru erfiður hún átti erfitt uppdráttar hjá nýrri móður sem sýndi ekki mikinn áhuga á henni til að byrja með. Á því tímabili var Klifru gefinn peli því hún fékk ekki mjólk hjá fósturmömmu sinni. Þá varð hún mjög hænd að mannfólkinu. Sambandið við fósturmömmuna (sem ég er ekki frá því að hafi heitið Slæða...) gékk ekki upp svo Klifra, vinur hennar Malli og eitt ógæfulamb í viðbót dvöldu á eyju í Mývatni það sumar. Þar undu þau sér við leik og át fram á haust. Þegar Klifra kom heim var hún sælleg með exem á eyrunum. Ég veit ekki hvort það var vegna smæðar hennar eða fegurðar sem faðir minn þyrmdi sál hennar, en hún fékk allavega að lifa. Þegar þá um haustið var Klifra farin að sýna sterk merki þess að vera skemmtileg skepna þannig að ég var ekki lengi að eigna mér hana. Það var góð ákvörðun því Klifra hefur reynst vera hin mesta kynbótaskepna auk þess sem hún lífgar upp hversdaginn. Klifra hefur eignast það mörg afkvæmi að ég hef ekki hugmynd um helminginn af þeim, en það eru án efa flottustu skepnurnar í húsunum. Kannski liggur áhugi minn á Klifru mikið til í því að við erum líkar, bæði í skapi og smekk. Hún er ákveðin og sólgin í brjóstkykur, kex, svala og eiginlega bara allt matarkyns...

|

04 október 2006

Kaffi?

Ég upplifði jómfrúarkoffínskjálftann minn í dag (af völdum kaffis þ.e.a.s.). Ég fékk mér sem sagt sviss mokka. Mér leið rosalega fullorðinslega þegar ég fór og bað um "kaffi til að fara með" og fann til mín þar sem ég stóð niðri í bæ og sprangaði um með bollann. Mér fannst kaffið ekkert vont en svo sem ekkert rosalega gott heldur og náði að komast vel niður fyrir hálfan bolla þegar ég gat ekki meira. Stuttu seinna fór mér að líða undarlega, svolítið svipuð tilfinning og þegar ég er í bíó og drekk mikið kók. (Sem sagt skjálfti, stífir vöðvar og erfðileikar við að koma út úr mér setningu án þess að bíta út mér tunguna). Og þar sem ég stóð á planinu við bónus rann það upp fyrir mér að ég hefði upplifað tilgang kaffis. Þetta væru áhrifin sem margir sæktust eftir þegar þeir fengju sér kaffibolla til að hressa sig við. Eftir þessa tilraun mína ákvað ég að ef mig virkilega langaði til að skjálfa og verða ofvirk fengi ég mér bara kók eins og í gamla daga - kaffi bíður þess að ég verði heilshugar fullorðin.

Í fyrradag þóttist ég ætla að fara út og taka myndir af haustlitunum í álfabyggðinni en þegar gáfnaljósið ég kom út var orðið hálfdimmt svo ég endaði bara á því að taka mjög listrænar myndir af laufblöðum og skuggum og himni. Ég veit reyndar ekki hvað fólk hefur haldið að ég væri að gera þar sem ég stóð undir trjám og glápti upp undir þau með uppréttar hendur. Það má bara halda það sem það vill.


|

Kaffi?

Ég upplifði jómfrúarkoffínskjálftann minn áðan (af völdum kaffis þ.e.a.s.). Ég fékk mér sem sagt sviss mokka. Mér leið rosalega fullorðinslega þegar ég fór og bað um "kaffi til að fara með" og fann til mín þar sem ég stóð niðri í bæ og sprangaði um með bollann. Mér fannst kaffið ekkert vont en svo sem ekkert rosalega gott heldur og náði að komast vel niður fyrir hálfan bolla þegar ég gat ekki meira. Stuttu seinna fór mér að líða undarlega, svolítið svipuð tilfinning og þegar ég er í bíó og drekk mikið kók. (Sem sagt skjálfti, stífir vöðvar og erfðileikar við að koma út úr mér setningu án þess að bíta út mér tunguna). Og þar sem ég stóð á planinu við bónus rann það upp fyrir mér að ég hefði upplifað tilgang kaffis. Þetta væru áhrifin sem margir sæktust eftir þegar þeir fengju sér kaffibolla til að hressa sig við. Eftir þessa tilraun mína ákvað ég að ef mig virkilega langaði til að skjálfa og verða ofvirk fengi ég mér bara kók eins og í gamla daga - kaffi bíður þess að ég verði heilshugar fullorðin.

Í fyrradag þóttist ég ætla að fara út og taka myndir af haustlitunum í álfabyggðinni en þegar gáfnaljósið ég kom út var orðið hálfdimmt svo ég endaði bara á því að taka mjög listrænar myndir af laufblöðum og skuggum og himni. Ég veit reyndar ekki hvað fólk hefur haldið að ég væri að gera þar sem ég stóð undir trjám og glápti upp undir þau með uppréttar hendur. Það má bara halda það sem það vill.

|