Ginnungagap

19 janúar 2007

Allt að gerast

Loksins er það að gerast sem ég hef verið að bíða eftir. Ég er ekki að tala um það að prófin séu að verða búin. Ég er ekki heldur að tala um Gettu betur - það er kapítuli út af fyrir sig. Ég er að tala um HM í handbolta. Hrólfur -farðu að taka fram hjálminn og fjötrana.

Það eru mjög athygslisverðir bakþankar aftan á fréttablaðinu í dag (föstudag). Þar er Sigurjón Kjartansson að tala um hvað hann væri mörgum handtökum frá einhverjum merkilegum. Hann rekur sig til dæmis fjórum handtökum frá Hitler, er tveimur handtökum frá Bush og öðrum stórmennum og þekkir mann sem er 6 handtökum frá Beethoven (hvernig sem það gengur upp). Svo í staðinn fyrir að læra eyddi ég deginum í að pæla í því hvort ég gæti rakið mig saman við einhvern merkismann. Fyrst datt mér enginn merkilegur í hug nema einhverjir íslenskir nóboddíar. Svo datt mér í hug að nokkrir af þessum veiðimönnum mínum væru nú soldið stórir karlar og hefðu sjálfsagt tekið í hendurnar á einhverjum sem hafa tekið í hendina á einhverjum sem er merkilegur. Það var ekki fyrr en núna áðan sem mér datt í hug að líta mér nær. Það vill svo til að mamma er nuddari, meira að segja nokkuð góður nuddari. Þar af leiðandi hefur hún nuddað þónokkra merkismenn, íslenska, útlenska, stóra, litla, merkilega, ofmetna, vanmetna og svo framvegis. Það sem rann samt síðast upp fyrir mér er að það eru ekki bara hendurnar á fólkinu sem nuddarar taka í. Bíddu... þýðir það þá ekki að ég hafi komið við rassa út um allan bæ? Hvað eru mörg handtök frá mér í rassinn á þér...?

|