Ginnungagap

23 nóvember 2006

Arna á Alþingi

Ég vil:
  • Efla menntunarmöguleika á svæðinu.
  • Stórbæta samgöngur og stytta leiðina til Reykjavíkur.
  • Búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld.
  • Lækka skatta.
  • Efla heilbrigðiskerfið og eyða biðlistum.
  • Bæta þjónustu við fatlaða.
  • Koma á stöðugleika í efnahagskerfinu
  • Fjölga atvinnutækifærum.
  • Skynsamlega nýtingu náttúruauðlinda.
  • Gera almannatryggingar réttlátari.

Ég bið þig nú, kjósandi góður, um stuðning í prófkjöri Bestaflokksins í Norð-Austurkjördæmi laugardaginn 25.nóvember. Ég tel mig hafa þá þekkingu, reynslu, dug og þor sem til þarf að þjóna hagsmunum Norðlendinga af atorku. Samkvæmt óskrifuðum reglum prófkjara-auglýsinga tek ég að sjálfsögðu ekki fram hvernig ég hyggst efla þessi þessi loforð, fólk verður bara að kjósa mig til að komast að því. Auk þess eru þetta sömu loforð og allir aðrir hafa verið að gefa svo því verður ekki veitt mikil eftirtekt þó ég efni ekki mín. Mér finnst samt mest spennandi hvernig ég ætla að fara að því að stytta leiðina til Raykjavíkur...

Í framhaldi af þessum yfirlýsingum kemur svo þessi týpíska klausa. Myndir af mér manninum, börnunum og hundinum úti í Náttúrunni, uppvaxtar- og afrekasaga mín rakin, störf í þágu flokksins og svo loks stuðningsyfirlýsingar frá fólki af öllum stærðum og gerðum þar sem ég er nánast mærð í guðatölu. Ég er í tísku.

|