Ginnungagap

15 febrúar 2007

Rigning í febrúar

Einu sinni voru Arna og Ragnhildur 9 ára. Þá héldu þær upp á afmælið sitt í sameiningu heima hjá Örnu á Grænavatni. Þær voru rosalega smart og sætar við það tilefni.

Seinna urðu Arna og Ragnhildur 19 ára. Þá voru þær enn meira kúl en fyrir 10 árum. Það kúl að það tók ótrúlega langan tíma að finna mynd sem þær voru báðar á.



Það hrjáir mig ótrúlega fyndið vandamál. Í tvo daga er hægra augnlokið á mér búið að vera bólgið. Það lítur út eins og ég hafi grátið í viku en bara með öðru auganu. Í morgun þegar ég vaknaði leit ég út eins og hefði verið barin en marbletturinn gleymt að koma. Þetta er þó allt að koma til og ég býst við skjótum bata.
Eftir að ég hætti í tónlistarskólanum finnst mér ég vera í fríi á hverjum degi eftir skóla. Ég fer heim, fæ mér kaffi, fer í tölvuna, læri jafnvel heima og ef þannig liggur við sofna ég í sófanum. Nýja lífið er skemmtilegt þó ég sakni þess vissulega að vera í tónlistarskólanum. Hvað verður eiginlega um mig eftir páskafrí? Þá verður Gettu betur búið og ég verð bara í skólanum! Hvernig ætli ég höndli það? Það er samt bara seinni tíma vandamál. Í augnblikinu ætla ég að halda áfram að einbeita mér að því að vera átján ára meðan það varir.

|

03 febrúar 2007

Einu sinni var - frh

...systkynakærleikur móðins á jólaballi.

...jólakortamyndataka. Hrólfur át filmubox, Brynja rembdist við að halda gosbrunninum inni á myndinni og Arna æfði Zoolander svipinn.

...Arna í allt of stórum jakka á öskudaginn.
...Var Hrólfur 4 ára og þá voru Halldóra og ljónin ástirnar í lífi hans.

...Þorgerður kát og Hrólfur Kasanova junior

...fór Brynja á klósettið og Arna bara varð að fara með til sinna mikilvægum erindum eins og til dæmis að binda á sér fótinn.

...afmælisveislur sko ekkert slor.

|