You and your shoe-eating dog!
Jólin eru búin. Þau eru búin að vera afskaplega venjuleg jól. Ég held áfram að sannreyna kenningu mína um að magaapparatið í mér viti ekki seddi er fyrr en það er orðin of mikil seddi... Fékk fínar jólagjafir: mínar venjulegu 4 bækur, geisladisk, náttföt x 2, baðsloppur, vesti, sjal, eyrnalokka, vettlinga x 2 og mp3. Ein af bókunum sem ég fékk var Afturelding eftir Viktor Arnar Ingólfsson. Var í mínu mesta sakleysi að klára hana í fyrradag þegar atburðarrásin leiddi mig í skotleik í Dimmuborgum sem gékk út á það að tveir menn fara sitthvorn hringinn í Dimmuborgum, í myrki, og eiga að reyna að skjóta hinn. Get ekki sagt annað en að ég hafi breitt sængina aðeins betur yfir eyrun og heitið því að fara aldrei í Dimmuborgir í myrkri...
Ég er ekki frá því nema að bíóferðin sem ég fór í í gær toppi bíóferðina sem ég fór með Magneu í haust. Ég ætlaði með mömmu, Hrólfi og Inga á Harry Potter kl 8 í Kringlunni. Þegar við vorum búin að standa í röð í ágæta stund komumst við loksin að til að komast að því að það hefði verið rugl í blaðinu, Harry Potter væri bara sýnd niðri í Álfabakka. Við hlupum út í bíl brunuðum niður í Álfabakka og stóðum þar í enn lengri röð en í Kringlunni. Það var ekki til neins nema komast að því að þar var orðið uppselt á dear Harry en okkur var boðið að kaupa miða á 10 sýningu í Háskólabíói sem við þáðum. Bíóferðin tók rúman 5 og 1/2 tíma.
Ég er farin að halda að allt þetta S.A.T.C gláp mitt undanfarið sé farið að hafa alvarlega áhrif á mig. Ég var ofsótt af S.A.T.C. leikurum í sjónvarpinu í kvöld. Byrjaði allt með Miröndu sem fékk heilablóðfall í E.R., svo var Trey hennar Charlott brjálaður kall í Law and order- SVU og allt endaði þetta með henni Söru Jessicu í Jay Leno. Krípí eða?
(S.A.T.C, E.R, SVU...? How cool am I?)