Ginnungagap

04 desember 2005

Katla stendur fyrir sínu

Ég lennti ekki bara í sköflum í gær - ég lennti líka í vottum. Hvað er það sem fær fólk til að fara upp í sveit og troða trú sinni upp á annað fólk. Ég var búin að sjá einhverjar konur fara í húsin í kringum mig en þær stoppuðu ekki lengi á hverjum stað. Svo komu þær og bönkuðu hjá okkur. Þær höfðu gríðarlegan áhuga á að vita hvort ég hefði áhyggjur af framtíðinni og hvort ég vildi ekki kynnast einhverjum sem hlustaði alltaf, hefði áhuga og gæti hjálpað. Ég reyndi nú að segja þeim að mér finndist það ekki vera þess virði að velta mér upp úr því hvort ég gæti orðið fyrir barðinu á náttúruhamförum. Þá herptust varirnar á konunni og hún sagði fornemuð að þetta væru nú samt staðreyndir. Þegar ég hélt að ég væri nú að losna við þær spurðu þær hvort það byggi einhver á neðri hæðinni. Ég þorði ekki að ljúga að þeim því að þær höfðu örugglega séð ömmu í eldhúsglugganum. Þegar þær bönkuðu svo hjá ömmu var hún á salerninu og þær fóru. En nei, það dugði þeim ekki því í dag komu þær aftur en amma greyið náði að koma í veg fyrir það að þær kæmu inn og sagði þeim bara sína skoðun.

Farin að horfa á reestina af Erninum

|