Ginnungagap

11 janúar 2007

Nebensätze und Konjunktiv II

Það er greinilega komin próftíð. Elli og Sigga eru stungin af til Kanarí og það eina sem ég og strákarnir tölum um er Lappi. Eða Lappi Gabríel eins og hann kallast á þessum árstíma. Mér reiknast það til að það sé akkúrat ár í dag síðan Lappi Gabríel skrifaði hér sína eigin færslu um það hversu óréttlátt og erfitt það væri að vera hundur sem ekki má hlaupa á eftir hverju sem er. Hann ætlar ekki að gera neitt slíkt núna því að sjálfsögðu hleypur hann ekkert sem hann má ekki hlaupa lengur, geltir aldrei þegar hann má ekki gelta og kúkar ekki þegar ég er ekki með poka. Eða þannig.

Þýska á morgun.
Arna.

|