Gleðileg jól
Í morgun vaknaði ég við hið eina sanna jólaveður úti - eða ekki! Það var slagveðursrigning sem buldi á húsinu og tók burt allan snjóinn sem við vorum búin að safna í gær og fyrradag. En það verða jól þrátt fyrir snjóleysi.
Við erum annars bara frekar róleg hérna megin, búin að öllu nayðsynlegu og aðeins matarsnatt eftir. Brynja fær að því virðist steikarpott í jólagjöf og er víst hamingjusöm upp fyrir haus.
Ég vil bara óska öllum sem þetta lesa gleði- og hamingjuríkra jóla, hvort sem þeir eru á Íslandi, London eða Spáni. Hafiði það sem allra best.
Jólakveðja Arna