Ginnungagap

30 september 2005

commenting and trackback have been added to this blog.

|

Leyniorðaflækja

Í dag fór ég, eins og stundum áður, að hugsa um hvað ég þyrfti eiginlega að geyma mörg aðgangs- og lykilorð í hausnum á mér. Stundum verð ég svo rugluð að það hálfa væri mikið meira en nóg. Ég er með lykilorð að:
  • Símanum mínum.
  • Tölvunni minni.
  • Heimabankanum og svo annað sem leyninúmer inni í heimabankanum.
  • MA- póstinum og tölvukerfinu.
  • Hotmailinu (msn-inu).
  • Debetkortinu mínu.
  • Kreditkortinu mínu.
  • Innunni
  • Spjallinu á muninn.is
  • Blogginu.

Auk þess eru alltaf einhver tímabundin lykilorð sem maður þarf að muna eins og t.d: ökukennsluvefur, angel-verkefnavefur framhaldskólanna, nemanetið o.s.frv. Ég hef stundum reynt að nota sömu lykilorðin sums staðar en kröfurnar sem settar eru til lykilorða eru afar misjafnar. Þetta gerir það að verkum að stundum prófa ég þrisvar að komast inn á eitthvað áður en ég man rétta lykilorðið. Ég á ekkert í yfirstíganlegum vandræðum með þetta núna en guð hjálpi mér þegar ég er orðin gömul og kölkuð. Þá á ég aldrei eftir að geta:

  • Séð um fjármál mín sjálf, því ég kemst hvorki í heimabankann eða hraðbankann og man ekki símanúmerið í sparisjóðnum
  • Kveikt á tölvunni eða símanum. En það er allt í lagi því að þá er komin afsökun fyrir að komast ekki í heimabankann eða geta ekki hringt í sparisjóðinn
  • Haft nein rafræn samskipti því að ég man ekki lykilorðið á tölvupóstinum og msn-inu og hvað þá að ég muni lykilorðið að blogginu.

Þegar ég verð stór ætla ég að vera búin að samræma lykilorðin mín svo ég tapi ekki glórunni í ellinni.

|

28 september 2005

Endalaust veður

Þegar ég kom í skólann í morgun var svona sambland af snjókomu og rigningu. Þegar ég leit út um gluggann í löngu var bar snjór. Núna sit ég inni á bókasafni og sé ekki á skjáinn fyrir sól, en samt er snjókoma líka. Þetta er næstum því eins og í 66° norður auglýsingu.

Í dag er ég með háleit markmið. Ég ætla mér að:
  • Vera í skólanum til hálf fjögur.
  • Fara í söngtíma kl hálf 5, þó að mér sé illt í munninum.
  • Nota klukkutíma gatið, sem myndast í tónó, til að gera heimadæmin mín. En ég enda örugglega á Glerártorgi að skoða úlpur og fá mér kakó.
  • Vera á kóræfingu frá 6-8.
  • Ganga heim.
  • Horfa á ER og ANTM sem byrja kl 8. 8 er einmitt tíminn sem ég ætla líka að vera að labba heim af kóræfingu.
  • Gera afganginn af heimavinnunni minni.

Eftir að vera búin að skoða málið sýnist mér að það mikilvægasta á listanum sé að ná ER og ANTM. Það hefst aðeins með því að:

  • Sníkja far heim af kóræfingu.
  • Treysta Hrólfi til að taka upp ER og horfa á hana um helgina.
  • Missa af byrjuninni af ANTM.

Það er svo erfitt að vera ég...

|

26 september 2005

Tanntaka á gamalsaldri.

Í dag á ég við vandamál að stríða sem ég hef ekki átt við að stríða í u.þ.b. 17 ár. Ég er að taka jaxl og það er vont! Ég ótrúlega sár aftast í munninum og get náttúrulega ekki látið það vera. Ég er aum utan á hálsinum og í kjálkanum og ég get ekki hætt að tala um þetta. Nú skil ég alveg krakkana sem eru að taka tennur og þegja ekki - þau bara geta ekki hætt að tala um þetta!

|

24 september 2005

Bónus-phobia

Ég er haldin fóbíu sem ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna. Ég er haldin svokallaðri "bónus-fóbíu". Hún lýsir sér þannig að ég forðast eins og heitan eldinn að versla í bónus nema á rólegum virkum morgnum þegar enginn annar er í búðinni og mig bráðvantar eitthvað sem ég fæ ekki annars staðar. Ég get ekki hugsað mér að fara þar inn seinni partinn þegar fólk er að koma úr vinnu og ég tala nú ekki seinni partinn á föstudögum. Til dæmis í gær ætlaði ég að fara með Magneu í bónus en við hættum snarlega við þegar röðin náði næstum út í hinn endann á búðinni. Þegar svona margir eru í búðinni myndast svona "survival of the fittest" stemmning. Oft hef ég óttast að vera troðin undir innkaupakörfum (sem b.t.w. eru fáránlega stórar!) húsmæðra sem hlaupa eftir síðasta kjötfarspakkanum á tilboði. Ég er alveg tilbúin að eyða 2-3 kr aukalega fyrir öruggt umhverfi.
Ég versla frekar í nettó - geðheilsunnar vegna.

|

23 september 2005

Allt er í heiminum hverfult...

Það er víst ekki lengur hægt að berjast á móti straumnum og koma skoðunum sínum á framfæri öðruvísi en á bloggi. En þetta verður ekki hið hefðbunda: "...svo fór ég þangað og hitti þennan og það var ógsla gaman." Þetta verður meira svona það sem ég er að hugsa en er aldrei tilefni til að segja.
Arna kveður í fyrsta - en ekki seinasta skipti!

|