Ginnungagap

08 desember 2005

Minn sáttmáli við guð um þúsund ár

Ég er ekki týpan sem segir að uppáhaldsbækurnar sínar séu Sjálfstætt fólk og Salka Valka og að þær hafi verið lesnar fyrir fermingu. Ég hef aldrei lesið bók eftir Halldór Laxness og í augnablikinu langar mig ekkert til þess. Ég býst nú við að eiga einhvern tímann í framtíðinni eftir að geta tjáð mig um bækurnar hans en þangað til ætla ég að tjá mig um ljóðin hans. "Hvert örstutt spor" er til dæmis alveg fínasta ljóð með fínu lagi. Ég stalst til að ljósrita nóturnar af því niðri í tónó því ég veit ekkert hvort Sigga vill að ég syngi það. Annars nægir mér að gaula það bara fyrir hundinn.

Mig er lengi búið að langa til að bæta einu atriði á klukk listann minn yfir atriði sem ég ætla að gera áður en ég dey og það er að syngja með Garðari Thor Cortes! Lýðurinn tryllist, salurinn fyllist! Arna og Garðar - together again! Nei ég segi svona. En væri það ekki draumur...?

Tvisvar í þessari viku er ég búin að drífa mig niður í tónó til að fara í söngtíma og viti menn - Sigga er lasin. Ég lít nú venjulega á forfallatöfluna til að gá hvort svo ólíklega vildi til að hún skuli hafa forfallast en auðvitað sjá æðri öfl um að maður gerir það ekki, einmitt þegar hún er ekki!

Ekki nema rúm vika í jólafrí en enn læt ég eins og önnin sé rétt að byrja og langt til jóla. Nógur tími til að vinna allt upp sem maður er búin að slugsast með hingað til! Er þetta afneitun eða...?

|