Ginnungagap

25 mars 2006

Frekjan alveg að fara með mig!

Stundum get ég verið svo eigingjörn og íhaldsöm og fer að eigna mér hluti sem ég á ekkert í, eða hvað...? Þetta gerist aðallega þegar eitt ákveðið lag eða aðallega textinn á í hlut. Mér finnst það bara ekki passa að "einhverjir" syngi það án þess að meina það sem þeir syngja eða geti séð það fyrir sér. Þess vegna fer ég strax að gagnrýna þegar ég heyri þetta sungið af einhverjum sem vita ekkert um hvað þeir eru að syngja, þó þeir syngi það kannski ágætlega. Það hljómar aldrei eins vel og þegar það er gert af öllum viðstöddum í Skjólbrekku, kirkjunni eða í eldhúsinu í Baldursheimi. Það á bara við eina sveit - ekki hvaða sveit sem er! Það er ekkert hægt að lána það eitthvað á milli sveita, það á bara við sveitina mína!

Það er gott að vera búin að koma þessum eigingirnishugsunum frá sér. Ég er líka búin að koma frá mér íslenskuritgerð og er farin að hnýsast í líf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Ég á líka eftir nokkur próf áður en langþráð páskafríið byrjar en mér er sama hvernig ég stend mig svo framarlega sem ég næ því eins og ástkær utanríkisráðherra sagði svo réttlega: "Maður getur ekki alltaf farið með sætustu stelpuna heim af ballinu en kannski eitthvað annað sem gerir sama gagn."

Afturbatapíkan!

|

22 mars 2006

Allt er nú leyfilegt

Núna tvo morgna í röð er ég búin að slysast til að horfa á gerviþáttinn Strong Medicine og hann er bara búin að vera allt í lagi. En í morgun varð óhapp sem ég hélt að gerðist ekki í þessum geira. Ég held að þeir sem horfi á einn læknaþátt horfi á þá alla. Þess vegna finnst mér mjög lélegt þegar leikkona sem leikur eina reyndustu hjúkkuna á ER leggur sig niður við að leika einhvern heimskan sjúkling sem veit ekki hvað lungnablöðrumein er í öðrum þætti. Chuny Marquez er búin að vinna á Er síðan alltaf veit hvað lungnablöðrumein er!
Og ef einhver var að velta því fyrir sér þá hafa 7 hjúkkur starfað á ER síðan í season one. Það hlýtur nú að teljast ágætur árangur í svona þætti.

Hver getur upp á því hvaða sjö hjúkkur þetta eru? (6 af 7 alveg nóg) Ég veit að ég er ekki eini ER-nöllinn þarna úti, látið ljós ykkar skína!

|

19 mars 2006

Tunglið, tunglið taktu mig

Suma daga er maður lítill og getur ekki neitt. Aðra daga er maður stór og getur allt. Í dag var ég stór og taldi fram. Og ekki bara fyrir mig heldur Brynju líka. Ekki það að þetta hafa verið neitt mál eða tekið meiri tíma en sjö mínútur en þetta er samt fullorðins.

Ég er líka fullorðins í heimsmálunum. Suma daga verð ég svo æst yfir stjórnmálum að ég er ekki mönnum sinnandi. Ég veit auðvitað svo miklu betur en þeir sem hafa eitthvað um málin að segja. Enda er ég ekki frá því nema þar sé ekki allt í standi þessa dagana...

Síðustu daga er ég búin að vera að stúdera hjátrú íslendinga og það er alveg hreint ótrúlegt hvað okkur hefur dottið í hug að gera. Hverjum dettur til dæmis í hug að setja eigið hland í augað á sér ef maður er með sýkingu. Eða drekka hrútshland og bera inná sér geitarleg sem getnaðarvarnir. Ég þakka guði fyrir að vera uppi á tímum augndropa og smokka.

Arna - sextug inni við beinið

|

14 mars 2006

Bóndi er bústólpi

Hvunndagshetjan úr Mannheimum leitaði Betrunar á Nafnlausum vegum Landsins blá. Hinn týndi fannst loks á Blóðakrinum eftir að hafa lent í Hrakningum og Heiðarvegum og ekki batnaði það þegar Sléttuúlfurinn koma að Hraunfólkinu Strönduðu við Höll minninganna og Gilitrutt fékk sér heilsubótargöngu á Múrnum í Kína.

Merkilegt hvað margar og ólíkar bækur rata oft saman í eina litla hillu. Titlana hér að framan má alla finna í hillunni sem hangir gegnt rúminu mínu. Þar virðist samt ríkja regluleg óregla, til dæmis það að Ástarsaga úr fjöllunum stendur við hliðina á Jeppum á fjöllum. Auk þess má finna ótal kvæðasöfn, nokkrar orðabækur og u.þ.b. þrjú árþúsund af mannkynssögu. Hugsa sér að alla þessa vitneskju sé hægt að nálgast á tæplega fermeters svæði á herbergisveggnum mínum...

|

Bóndi er bústólpi

Hvunndagshetjan úr Mannheimum leitaði Betrunar á Nafnlausum vegum Landsins blá. Hinn týndi fannst loks á Blóðakrinum eftir að hafa lent í Hrakningum og Heiðarvegum og ekki batnaði það þegar Sléttuúlfurinn koma að Hraunfólkinu Strönduðu við Höll minninganna og Gilitrutt fékk sér heilsubótargöngu á Múrnum í Kína.

Merkilegt hvað margar og ólíkar bækur rata oft saman í eina litla hillu. Titlana hér að framan má alla finna í hillunni sem hangir gegnt rúminu mínu. Þar virðist samt ríkja regluleg óregla, til dæmis það að Ástarsaga úr fjöllunum stendur við hliðina á Jeppum á fjöllum. Auk þess má finna ótal kvæðasöfn, nokkrar orðabækur og u.þ.b. þrjú árþúsund af mannkynssögu. Hugsa sér að alla þessa vitneskju sé hægt að nálgast á tæplega fermeters svæði á herbergisveggnum mínum...

|

05 mars 2006

Ekki svo skarpur

Sökum heilsufarsástæðna hef ég ákveðið að tjá mig ekki neitt um álver eða Húsvíkinga í þessari færslu.

Síðustu vikur hefur Gelgjan tekið sér bólfestu í mér með þeim afleiðingum að ég hef átt mitt annað heimili í New Port, Orange County, California. Fyrir ykkur landsbyggðarfríkin er það sögusvið þáttanna The OC. Merkilegt hvað ég er búin að eyða miklum tíma í sjónvarpsgláp (tölvuskjásgláp) síðustu vikurnar. Fyrst heil vika á County General og svo þarna í Californiu. Ég er ekki hætt því í kvöld gaf ég mér tíma til að horfa á Kroniken. Danskir framhaldsþættir eru oftar en ekki afar frambærilegt sjónvarpsefni og Kroniken er þar framarlega í flokki! Þar sem ég er nú stúdent í dönsku, prófaði ég sjálfa mig í skilningi og ég skildi bara glettilega mikið þegar ég horfði ekki á textann. Það er kannski bara spurning að sparka raufsaranum og fara bara að selja pylsur á strikinu í staðinn: Ja, vil du har en pølse med alle?

Kjánahrollur helgarinnar kom án efa þegar ég datt óvart í mánaðarskammt af Skarpi. Mánaðarskammtur er of stór skammtur! Og ég get lofað því að næsta tölublað verður ígildi 3 mánaðarskammta þar sem það verða án efa nánar umfjallanir um það tvennt sem ég ætla ekki að tala um í þessari færslu...

|

01 mars 2006

Er þetta tilviljun, eða...?



Stjórnmálaþurs

Þú ert vanaföst, tilfinningarík félagsvera.
Í margmenni á stjórnmálaþursinn oftar en ekki orðið. Ef einhver hyggst grípa fram í fyrir honum talar hann bara hærra - og það virkar. Hann hefur sterkar skoðanir á flestu, hvort sem um er að ræða fjárlagahalla ríkisins eða það hvort SS eða Goða pylsur eru betri, og gerir hvað hann getur til að þröngva þeim upp á aðra. Stjórnmálaþursinn þarf að passa sig þegar hann er í nærveru þeirra sem eru ósammála honum því blóðþrýstingurinn á það til að rjúka upp.

Stjórnmálaþursinn vantar ekki nýja skó fyrr en það er komið gat á þá gömlu... sem skósmiðurinn segist ekki geta gert við. Stjórnmálaþursinn veit hvar Guðsteinn er með verslun.

Hvaða tröll ert þú?

Hvaða Guðsteinn...?

|