Ginnungagap

27 febrúar 2006

Í alvörunni talað!

Góðir gestir þessarar síðu. Ég get ekki lengur haldið skoðunum mínum fyrir sjálfa mig. Þarf reyndar að vinna í því að finnast mínar skoðanir vera þær einu réttu... Í þessu tilviki hérna er öruggt hverjar mínar skoðanir eru.

Ekkert álver á Norðurlandi! Takk fyrir pent.

Hvet alla sem mér eru sammála til að láta ekki sitt eftir liggja!

|

22 febrúar 2006

You set the tone...

Í kvöld kvöddu íslendingar vin sinn til margra ára. Ég var mjög náin honum og sé mikið eftir honum. Ég hef þekkt hann mjög lengi og samband okkar var gott. Ég þori varla að vona að allt verði samt án hans! Þökkum guði fyrir að ég var forsjál og á hann á bandi (fleiru en einu og fleiru en tveimur...).

John Truman Carter

Ég reiknaði það svona lauslega út um daginn hvað ég hef eytt mörgum dögum af ævinni í Bráðavaktargláp og ég held ég haldi þeirri tölu bara fyrir sjálfa mig - hún var yfirgengilega há!

|

Börn byltingarinnar

Í dag er ég villt! Í dag skrópa ég í tíma fyrsta skiptið á ævinni. Í dag mótmæli ég! Dagurinn í dag er sem sagt búinn að einkennast af mótmælum og sameiginlegum skrópum í mótmælaskyni við fyrirhugaði styttingu náms til stúdentsprófs. Það hvarflaða aldrei að mér að sleppa því að mótmæla því ég vildi ekki fá fjarvist - ég stend og fell með mínum málstað! Ég vona bara að afgangurinn af bekknum haldi það út og mæti ekki í dag, því mótmælin eru ekki búin þó að dagskráin sé búin!

Tónó á eftir, seinasti ER og skemmtinefndarkvöldvaka í kvöld og Njálupróf á morgun!

Fyrsta myndin sem birtist á þessu bloggi. Ég held að það sé við hæfi að hafa hana af mér og INTM(Icelandic next top model).

Arna Rebel

|

18 febrúar 2006

Klukk smukk

Í dag gerði ég hið ómögulega. Ég keypti mér bæði brjóstahaldara og gallabuxur. Þetta tvennt reynist mér (og reyndar mörgum öðrum) oft erfitt að finna og kaupa. Þetta gerði ég ein og á svona klukkutíma. Var svo stolt þegar ég hringdi í mömmu þegar ég komin heim.
Annars hef ég ekkert betra að blogga um en þetta nýjasta klukk.

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
  • Barnapössun í Höfða
  • Barnapössun/heimilishjálp hjá Leifi og Gunnu
  • Búðardama í Strax Reykjahlíð
  • Starfstúlka í Veiðiheimilinu Hofi.

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

  • Bring it on
  • Sense and sensebility (hef ekki "keine" hvernig á að skrifa það)
  • Bend it like Beckham
  • Karlakórinn Hekla

4 staðir sem ég hef búið á:

  • Grænavatn 4
  • Herbergi 4106, Lundi
  • Suðurbyggð 4 Akureyri
  • Þar sem mamma hefur búið (Helgamagrastræti, Lundur.)

4 sjónvarpsþættir sem ég horfi á:

  • ER
  • Sex and the city
  • Friends

4 síður sem ég skoða daglega utan við blogg:

  • muninn.is
  • ma.is
  • mbl.is
  • leikjanet.is

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  • Þýskaland
  • Danmörk
  • London beibí
  • Mýrdalur

4 gerðir af mat sem mér líkar:

  • Lamkjöt af öllum stærðum og gerðum
  • Mexíkanskur matur (Tortillas, taco)
  • Kjúklingur
  • Stórar óhollar tertur

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:

  • Heima hjá pabba, Hrólfi og ömmu
  • Fyrir sunnan hjá mömmu og Brynju
  • Í sturtu
  • Mér líður nú líka bara ágætlega þar sem ég er núna...

Ég ætla ekki að klukka neinn sérstakan en ef einhver hefur brennandi áhuga er honum hjartanlega velkomið að taka það til sín. Á morgun ætla ég að sýna ykkur mynd af öllum fínu afmælisgjöfunum mínum. En núna ætla ég að fara að kjósa Silvíu og fara að taka mig til fyrir Sjallann beibí! Já og ég verð að koma því að að ég elska Tomas Lundin! Og ég elska líka svona Júróvósjóntímabil!

Arna átján.

|

15 febrúar 2006

Barnahjal

Núna eru aðeins tæpar 5 mínútur eftir af löglegri tilvist minni sem barn. Eftir 5 mínútur verður kerfið farið að líta á mig sem fullorðinn einstakling. Einstakling sem á sig sjálfur. Einstakling sem má kjósa og gifta sig hvaða Raufsara sem er án þess að spurja kóng eða prest. Ég tel nú reyndar ekki miklar líkur á að gifting sé á næst leyti en ég þarf allavega ekki neitt samþykki annað en mitt, já og líklega brúðgumans. Ég get samt lofað mömmu og pabba að þau eiga ekki eftir að finna mun á mér, þau hafa sko ekki losnað við mig. Mér finnst nefninlega gaman að vera barn.
Barnið Arna og ég sjálf erum ekki tilbúin að kveðjast svo ég hef boðið barninu að búa í mér um ókomna framtíð og það þáði það með þökkum. Barnið Arna hefur reyndar gert og sagt ýmislegt sem mig langar ekki mikið að muna eftir en barnið Arna hefur líka átt sína góðu stundir sem eru þess virðu að halda í það.

Barnið Arna kveður í síðasta sinn - að eilífu!

|

12 febrúar 2006

Lopasokkar eru lífið

Ég ligg uppi í rúmi og er að borða nammi sem ég gleymdi að væri til. Er til betri leið til að enda alveg hreint ágætan laugardag? Vaknaði heima en kom inneftir seinni partinn og fór síðan í mat til Guðjóns. Hann eldaði alveg rosalega góðan mat og ég er búin að sjá það að ég get ekki boðið krökkunum til mín í mat því það eina sem ég kann að elda er eggjabrauð og pastasósa... Ég stenst klárlega ekki samanburðinn.
Ég get ekki ákveðið hvað mér finnst um það að verða 18. Stundum finnst mér það bara vera fínt og ekki skipta neinu máli en stundum fæ ég kvíðaköst og skrifa undir afsal af mér til mömmu svo hún geti ráðskast með mig langt fram yfir 18 ára afmælisdaginn minn.
Það er svo gaman þegar maður er einn í heiminum. Þetta gerist yfirleitt þegar ég er á leiðinni í tónlistarskólann með tónlist í eyrunum. Það er reyndar verra ef einhver verður vitni að einhverfu manns. Það var til dæmis í gær þegar ég hélt að ég væri ein og byrjaði að "úúú-a" með laginu sem ég var að hlusta á, en gékk þá ekki einhver villuráfandi sauður fram hjá mér. Hann lét nú ekki á neinu bera, enda ekki víst að hann hafi heyrt neitt nema óvænta hóstakastið sem ég fór í snögglega eftir að ég varð hans vör. Þetta hafði nú ekki meiri áhrif á mig en það að áður en langt um leið var ég aftur farin að veiða snjókorn með tungunni.
Merkilegt hvað manni er alltaf brugðið þegar maður kemst að því að einhver er svo miklu villtari en maður bjóst við. Í dag var það hún amma sem kom mér á óvart með að spurja hvort Hrólfur væri eitthvað sorrý! Mér hafði ekki einu sinni dottið í hug að þetta orð væri til í orðabókinni hennar svo að ég svo að ég man ekki einu sinni hverju ég svaraði. Það hriktir í traustustu stoðunum þegar amma slettir. Það er því með óttablandinni tilhlökkun sem ég velti því fyrir mér hvað hún segir, næst þegar ég hitti hana.

Kannski ég gefi sjálfri mér klippingu í afmælisgjöf...

|

03 febrúar 2006

Ég þoli ekki þegar...

...íslendingar fara vælandi til Washington til að biðja um fjórar herþotur verði ekki fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli. Hvað í andskotanum gagnast þær okkur. Við höfum engin not fyrir neitt nema þá helst þyrlurnar þeirra en samt erum við vælandi við fætur stórkarlanna, biðjandi þess að helvítis þoturnar fari ekki. Ég hef greinilega meiri trú á Íslendingum en stjórnvöldin í landinu því ég hef fulla trú á að Íslendingar geti sjálfir séð um allt sem er nauðsynlegt. Held það sé ekki í lagi!
...álver á Norðurlandi er það eina sem kemst inn í hausinn á fólki. Álver er ekki það sem Norðurland þarfnast! Mér finnst álver afskaplega gamaldags í hugsun og verð brjáluð þegar heyri minnst á að þrír staðir á Norðurlandi séu að berjast um að fá álver! Og hvað sem ég hef út úr mér látið um Húsavík þá er mér þó það annt um staðinn að mér finnst hann ekki eiga skilið að það verði dritað á hann álveri! Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar er samt bandamaður minn því þeir vilja ekki sjá háspennulínur þvers og kvurs um alla dali!
...gömlu skólabækurnar mínar eru ekki teknar uppí þegar ég kaupi mér nýjar. Sit uppi með fokdýra sögubók og önnur verðmæti og borgaði 11000 fyrir fjórar bækur. Eins gott að Brynja var sauður og seldi ekki nokkrar af sínum bókum sem gagnast mér núna, því annars færi ég á hausinn!
...ég ætla að elda handa pabba og Hrólfi og svo er bara ekkert til að elda úr. Ætlaði að búa til pastasósu áðan en þá voru tómatdósirnar búnar svo það var bara kakósúpa í matinn.

Ég elska þegar...
...ég sofna suðri á Holti. Ekkert eins gott að vera í hlýjunni inni í stofu að tala og svo slökknar bara á manni.
...þegar ég man ekki að ég á nammi/pening og svo finn ég það fyrir tilviljun.
...mér gengur vel í tónlistarskólanum!
...ég hugsa til þess að ég ætla í klippingu í næstu viku.
...mér finnst gaman að hugsa um að ég sé að verða 18. (sem er alls ekki alltaf...)

Arna sem er nývöknuð, ákveðin en mest af öllu bitur út í heiminn!

|

02 febrúar 2006

Life is a tale

Ég er búin að setja í þvottavél, var að taka kökurnar út úr ofninum og ætla að fara að skella í þurrkarann. Þetta æði getur stundum runnið á mann en orakast oftast af nauðsyn. Ég setti til dæmis í þvottavél svo að ég myndi ekki þurfa að fara í náttfötunum í skólann á morgun. Kökumixið fékk ég sent frá Íslandsbanka. Með kökunum var bréf um það hvað maður á ekki að gera þegar maður verður 18. Með því að borða kökurnar er ég því eiginlega að samþykkja að ganga ekki í ábyrgð fyrir einhvern óábyrgan. Vonandi er ekki dáleiðslulyf í kökunum sem lætur mann flytja öll sín viðskipti í Íslandsbanka, mér líður vel í Sparisjóði Suður-Þingeyinga.

Áfram Ísland!!!

|