Ginnungagap

19 nóvember 2006

Fjörsund

Mikið rosalega er klár maðurinn sem skrifar íþróttafréttirna á mbl.is. Hann hefur fundið upp nýja íþróttagrein sem heitir fjörsund. Í fjörsundi er aðal áherslan lögð á að skemmta sér (án þess þó að drukkna) og sá sem skemmtir sér best vinnur. Dæmt er eftir úthaldi í fjörinu, fjölbreytni í stíl og hversu vel maður nýtir laugina. Leyfilegur klæðnaður eru rósótt sundföt og afar klæðilegar sundhettur. Nú um helgina var meistarmót Íslands í sundi og var þessari nýju íþróttagrein að því virðist skipt út fyrir hið hefðbundna fjórsund.
Ég leyfa mér að halda að þessar stúlkur hafi verið sterkar í fjörsundinu um helgina:

|