Ginnungagap

18 desember 2005

Ef ég nenni

Vá mér fannst vera svo langt síðan ég komst síðast á netið, það voru 2 dagar. Er búin að vera meira og minna ein heima, tölvu- og inneignarlaus og vorkenna sjálfri mér. Er reyndar búin að skrifa nokkur jólakort, horfa á ríginn og taka smá til líka. Ég var svo glöð þegar ég skilaði ritgerðinni í hólfið á föstudaginn. Þá var ég líka búin að kynna dönskuverkefnið, fara í enskupróf og skila heimadæmunum.

Fór í mat til Eyglóar á fimmtudaginn og það var voðalega fínt. Hún kann sko að halda boð. Svo var ég næstum því dáin á Glerártorgi á föstudaginn - jólagjafakaup og margmenni fara ekki vel í mig. Nú þegar það er búið að ákveða allar gjafirnar er enn eftir ein ákvörðun áður en jólin mega koma: Í hverju á ég að vera? Efast reyndar um að jesúbarnið fresti fæðingu sinni út af svona smávægilegu vandamáli.

Ég var búin að gleyma hvað mér finnst gaman að skrifa jólakort - maður rifjar svo margt skemmtilegt upp!

|