Ginnungagap

20 október 2006

Svo loðnir, svo sætir, svo...fáir!

Ég fór í þrjár búðir í dag til að leita mér að almennilegum bláberjum. Þau voru mygluð í Bónus, pínu mygluð og á uppsprengdu verði í Hagkaup svo ég endaði í Nettó þar sem þau voru bara dýr.

Ég er að gera fyrirlestur í ensku um tígra og það er svo gaman að vita allt í einu svona mikið um eitthvað sem ég vissi sama sem ekkert um fyrir viku. Núna er ég með öll litaafbrigði randafjölda, meðgöngutíma og útbreiðslu á hreinu. Mér finnst til dæmis svolítið svakalegt að um aldamótin 1900 voru til 100.000 villtir tígrar í heiminum en núna eru þeir bara 5000! Ég er að vinna verkefnið með Valgerði og Guðjóni og mér finnst svo gaman að sjá hvað við erum mismunandi. Ég held ekki vatni yfir ógnvæglegum tölum og myndum sem eru flottar á litinn á meðan Valgerður missir sig yfir myndum af tigercubs (sem eru ss tígrakettlingar)! Mússímúss.

Ég ætla heima á eftir og um leið og ég kem heim verð ég að gjöra svo vel að baka tvær kökur fyrir elskulegan bróður minn svo hann geti selt þær á kökubasar á morgun. Svo er bara slægjufundur, slægjuball og lærdómur um helgina.

Arna sem er orðin leið á því að baka alltaf kökur en fá aldrei að borða þær...

|