Ginnungagap

04 október 2006

Kaffi?

Ég upplifði jómfrúarkoffínskjálftann minn í dag (af völdum kaffis þ.e.a.s.). Ég fékk mér sem sagt sviss mokka. Mér leið rosalega fullorðinslega þegar ég fór og bað um "kaffi til að fara með" og fann til mín þar sem ég stóð niðri í bæ og sprangaði um með bollann. Mér fannst kaffið ekkert vont en svo sem ekkert rosalega gott heldur og náði að komast vel niður fyrir hálfan bolla þegar ég gat ekki meira. Stuttu seinna fór mér að líða undarlega, svolítið svipuð tilfinning og þegar ég er í bíó og drekk mikið kók. (Sem sagt skjálfti, stífir vöðvar og erfðileikar við að koma út úr mér setningu án þess að bíta út mér tunguna). Og þar sem ég stóð á planinu við bónus rann það upp fyrir mér að ég hefði upplifað tilgang kaffis. Þetta væru áhrifin sem margir sæktust eftir þegar þeir fengju sér kaffibolla til að hressa sig við. Eftir þessa tilraun mína ákvað ég að ef mig virkilega langaði til að skjálfa og verða ofvirk fengi ég mér bara kók eins og í gamla daga - kaffi bíður þess að ég verði heilshugar fullorðin.

Í fyrradag þóttist ég ætla að fara út og taka myndir af haustlitunum í álfabyggðinni en þegar gáfnaljósið ég kom út var orðið hálfdimmt svo ég endaði bara á því að taka mjög listrænar myndir af laufblöðum og skuggum og himni. Ég veit reyndar ekki hvað fólk hefur haldið að ég væri að gera þar sem ég stóð undir trjám og glápti upp undir þau með uppréttar hendur. Það má bara halda það sem það vill.


|