Ginnungagap

14 október 2006

The biggest looser?

Ég held að ég hafi náð botninum núna rétt áðan... Ég fór í annað skipti í dag út úr húsi rétt áðan og það var til að kaupa mér nammi. Ég fór út í morgun til að skila af mér köku. Annars er ég bara búin að vera heima og gera ekki neitt nema lesa í Íslandsklukkunni. Mér líður eins og ég sé ein í heiminum því af einhverjum ástæðum eru þeir vinir sem ekki eru að vinna í amk 100 fjarlægð. Svo núna í kvöld er Kári að vinna, Elli og Sigga eru í matarboði og Siggi í heimsókn. Ég er s.s. ein heima með So you thing you can dance og namminum mínu. En nei þá fatta ég að mig langar ekki í nammi fyrr en ég er búin að borða! Og hvað gerir einmana aumingi sem langar ekki í jógúrt...? Jú hann pantar sér pítsu og sekkur dýpra!

Pítsa: tjekk
Nammi: tjekk
Sjónvarp: tjekk
kúlheit: ...ekki svo mikið tjekk.

|