Frekjan alveg að fara með mig!
Stundum get ég verið svo eigingjörn og íhaldsöm og fer að eigna mér hluti sem ég á ekkert í, eða hvað...? Þetta gerist aðallega þegar eitt ákveðið lag eða aðallega textinn á í hlut. Mér finnst það bara ekki passa að "einhverjir" syngi það án þess að meina það sem þeir syngja eða geti séð það fyrir sér. Þess vegna fer ég strax að gagnrýna þegar ég heyri þetta sungið af einhverjum sem vita ekkert um hvað þeir eru að syngja, þó þeir syngi það kannski ágætlega. Það hljómar aldrei eins vel og þegar það er gert af öllum viðstöddum í Skjólbrekku, kirkjunni eða í eldhúsinu í Baldursheimi. Það á bara við eina sveit - ekki hvaða sveit sem er! Það er ekkert hægt að lána það eitthvað á milli sveita, það á bara við sveitina mína!
Það er gott að vera búin að koma þessum eigingirnishugsunum frá sér. Ég er líka búin að koma frá mér íslenskuritgerð og er farin að hnýsast í líf Bríetar Bjarnhéðinsdóttur. Ég á líka eftir nokkur próf áður en langþráð páskafríið byrjar en mér er sama hvernig ég stend mig svo framarlega sem ég næ því eins og ástkær utanríkisráðherra sagði svo réttlega: "Maður getur ekki alltaf farið með sætustu stelpuna heim af ballinu en kannski eitthvað annað sem gerir sama gagn."
Afturbatapíkan!