Ginnungagap

14 mars 2006

Bóndi er bústólpi

Hvunndagshetjan úr Mannheimum leitaði Betrunar á Nafnlausum vegum Landsins blá. Hinn týndi fannst loks á Blóðakrinum eftir að hafa lent í Hrakningum og Heiðarvegum og ekki batnaði það þegar Sléttuúlfurinn koma að Hraunfólkinu Strönduðu við Höll minninganna og Gilitrutt fékk sér heilsubótargöngu á Múrnum í Kína.

Merkilegt hvað margar og ólíkar bækur rata oft saman í eina litla hillu. Titlana hér að framan má alla finna í hillunni sem hangir gegnt rúminu mínu. Þar virðist samt ríkja regluleg óregla, til dæmis það að Ástarsaga úr fjöllunum stendur við hliðina á Jeppum á fjöllum. Auk þess má finna ótal kvæðasöfn, nokkrar orðabækur og u.þ.b. þrjú árþúsund af mannkynssögu. Hugsa sér að alla þessa vitneskju sé hægt að nálgast á tæplega fermeters svæði á herbergisveggnum mínum...

|