Ginnungagap

05 mars 2006

Ekki svo skarpur

Sökum heilsufarsástæðna hef ég ákveðið að tjá mig ekki neitt um álver eða Húsvíkinga í þessari færslu.

Síðustu vikur hefur Gelgjan tekið sér bólfestu í mér með þeim afleiðingum að ég hef átt mitt annað heimili í New Port, Orange County, California. Fyrir ykkur landsbyggðarfríkin er það sögusvið þáttanna The OC. Merkilegt hvað ég er búin að eyða miklum tíma í sjónvarpsgláp (tölvuskjásgláp) síðustu vikurnar. Fyrst heil vika á County General og svo þarna í Californiu. Ég er ekki hætt því í kvöld gaf ég mér tíma til að horfa á Kroniken. Danskir framhaldsþættir eru oftar en ekki afar frambærilegt sjónvarpsefni og Kroniken er þar framarlega í flokki! Þar sem ég er nú stúdent í dönsku, prófaði ég sjálfa mig í skilningi og ég skildi bara glettilega mikið þegar ég horfði ekki á textann. Það er kannski bara spurning að sparka raufsaranum og fara bara að selja pylsur á strikinu í staðinn: Ja, vil du har en pølse med alle?

Kjánahrollur helgarinnar kom án efa þegar ég datt óvart í mánaðarskammt af Skarpi. Mánaðarskammtur er of stór skammtur! Og ég get lofað því að næsta tölublað verður ígildi 3 mánaðarskammta þar sem það verða án efa nánar umfjallanir um það tvennt sem ég ætla ekki að tala um í þessari færslu...

|