Ginnungagap

19 mars 2006

Tunglið, tunglið taktu mig

Suma daga er maður lítill og getur ekki neitt. Aðra daga er maður stór og getur allt. Í dag var ég stór og taldi fram. Og ekki bara fyrir mig heldur Brynju líka. Ekki það að þetta hafa verið neitt mál eða tekið meiri tíma en sjö mínútur en þetta er samt fullorðins.

Ég er líka fullorðins í heimsmálunum. Suma daga verð ég svo æst yfir stjórnmálum að ég er ekki mönnum sinnandi. Ég veit auðvitað svo miklu betur en þeir sem hafa eitthvað um málin að segja. Enda er ég ekki frá því nema þar sé ekki allt í standi þessa dagana...

Síðustu daga er ég búin að vera að stúdera hjátrú íslendinga og það er alveg hreint ótrúlegt hvað okkur hefur dottið í hug að gera. Hverjum dettur til dæmis í hug að setja eigið hland í augað á sér ef maður er með sýkingu. Eða drekka hrútshland og bera inná sér geitarleg sem getnaðarvarnir. Ég þakka guði fyrir að vera uppi á tímum augndropa og smokka.

Arna - sextug inni við beinið

|