Ginnungagap

22 mars 2006

Allt er nú leyfilegt

Núna tvo morgna í röð er ég búin að slysast til að horfa á gerviþáttinn Strong Medicine og hann er bara búin að vera allt í lagi. En í morgun varð óhapp sem ég hélt að gerðist ekki í þessum geira. Ég held að þeir sem horfi á einn læknaþátt horfi á þá alla. Þess vegna finnst mér mjög lélegt þegar leikkona sem leikur eina reyndustu hjúkkuna á ER leggur sig niður við að leika einhvern heimskan sjúkling sem veit ekki hvað lungnablöðrumein er í öðrum þætti. Chuny Marquez er búin að vinna á Er síðan alltaf veit hvað lungnablöðrumein er!
Og ef einhver var að velta því fyrir sér þá hafa 7 hjúkkur starfað á ER síðan í season one. Það hlýtur nú að teljast ágætur árangur í svona þætti.

Hver getur upp á því hvaða sjö hjúkkur þetta eru? (6 af 7 alveg nóg) Ég veit að ég er ekki eini ER-nöllinn þarna úti, látið ljós ykkar skína!

|