Ginnungagap

18 febrúar 2006

Klukk smukk

Í dag gerði ég hið ómögulega. Ég keypti mér bæði brjóstahaldara og gallabuxur. Þetta tvennt reynist mér (og reyndar mörgum öðrum) oft erfitt að finna og kaupa. Þetta gerði ég ein og á svona klukkutíma. Var svo stolt þegar ég hringdi í mömmu þegar ég komin heim.
Annars hef ég ekkert betra að blogga um en þetta nýjasta klukk.

4 störf sem ég hef unnið um ævina:
  • Barnapössun í Höfða
  • Barnapössun/heimilishjálp hjá Leifi og Gunnu
  • Búðardama í Strax Reykjahlíð
  • Starfstúlka í Veiðiheimilinu Hofi.

4 bíómyndir sem ég get horft á aftur og aftur:

  • Bring it on
  • Sense and sensebility (hef ekki "keine" hvernig á að skrifa það)
  • Bend it like Beckham
  • Karlakórinn Hekla

4 staðir sem ég hef búið á:

  • Grænavatn 4
  • Herbergi 4106, Lundi
  • Suðurbyggð 4 Akureyri
  • Þar sem mamma hefur búið (Helgamagrastræti, Lundur.)

4 sjónvarpsþættir sem ég horfi á:

  • ER
  • Sex and the city
  • Friends

4 síður sem ég skoða daglega utan við blogg:

  • muninn.is
  • ma.is
  • mbl.is
  • leikjanet.is

4 staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

  • Þýskaland
  • Danmörk
  • London beibí
  • Mýrdalur

4 gerðir af mat sem mér líkar:

  • Lamkjöt af öllum stærðum og gerðum
  • Mexíkanskur matur (Tortillas, taco)
  • Kjúklingur
  • Stórar óhollar tertur

4 staðir sem ég vildi heldur vera á núna:

  • Heima hjá pabba, Hrólfi og ömmu
  • Fyrir sunnan hjá mömmu og Brynju
  • Í sturtu
  • Mér líður nú líka bara ágætlega þar sem ég er núna...

Ég ætla ekki að klukka neinn sérstakan en ef einhver hefur brennandi áhuga er honum hjartanlega velkomið að taka það til sín. Á morgun ætla ég að sýna ykkur mynd af öllum fínu afmælisgjöfunum mínum. En núna ætla ég að fara að kjósa Silvíu og fara að taka mig til fyrir Sjallann beibí! Já og ég verð að koma því að að ég elska Tomas Lundin! Og ég elska líka svona Júróvósjóntímabil!

Arna átján.

|