Life is a tale
Ég er búin að setja í þvottavél, var að taka kökurnar út úr ofninum og ætla að fara að skella í þurrkarann. Þetta æði getur stundum runnið á mann en orakast oftast af nauðsyn. Ég setti til dæmis í þvottavél svo að ég myndi ekki þurfa að fara í náttfötunum í skólann á morgun. Kökumixið fékk ég sent frá Íslandsbanka. Með kökunum var bréf um það hvað maður á ekki að gera þegar maður verður 18. Með því að borða kökurnar er ég því eiginlega að samþykkja að ganga ekki í ábyrgð fyrir einhvern óábyrgan. Vonandi er ekki dáleiðslulyf í kökunum sem lætur mann flytja öll sín viðskipti í Íslandsbanka, mér líður vel í Sparisjóði Suður-Þingeyinga.
Áfram Ísland!!!