Ginnungagap

03 febrúar 2006

Ég þoli ekki þegar...

...íslendingar fara vælandi til Washington til að biðja um fjórar herþotur verði ekki fjarlægðar af Keflavíkurflugvelli. Hvað í andskotanum gagnast þær okkur. Við höfum engin not fyrir neitt nema þá helst þyrlurnar þeirra en samt erum við vælandi við fætur stórkarlanna, biðjandi þess að helvítis þoturnar fari ekki. Ég hef greinilega meiri trú á Íslendingum en stjórnvöldin í landinu því ég hef fulla trú á að Íslendingar geti sjálfir séð um allt sem er nauðsynlegt. Held það sé ekki í lagi!
...álver á Norðurlandi er það eina sem kemst inn í hausinn á fólki. Álver er ekki það sem Norðurland þarfnast! Mér finnst álver afskaplega gamaldags í hugsun og verð brjáluð þegar heyri minnst á að þrír staðir á Norðurlandi séu að berjast um að fá álver! Og hvað sem ég hef út úr mér látið um Húsavík þá er mér þó það annt um staðinn að mér finnst hann ekki eiga skilið að það verði dritað á hann álveri! Sveitarstjórn Þingeyjarsveitar er samt bandamaður minn því þeir vilja ekki sjá háspennulínur þvers og kvurs um alla dali!
...gömlu skólabækurnar mínar eru ekki teknar uppí þegar ég kaupi mér nýjar. Sit uppi með fokdýra sögubók og önnur verðmæti og borgaði 11000 fyrir fjórar bækur. Eins gott að Brynja var sauður og seldi ekki nokkrar af sínum bókum sem gagnast mér núna, því annars færi ég á hausinn!
...ég ætla að elda handa pabba og Hrólfi og svo er bara ekkert til að elda úr. Ætlaði að búa til pastasósu áðan en þá voru tómatdósirnar búnar svo það var bara kakósúpa í matinn.

Ég elska þegar...
...ég sofna suðri á Holti. Ekkert eins gott að vera í hlýjunni inni í stofu að tala og svo slökknar bara á manni.
...þegar ég man ekki að ég á nammi/pening og svo finn ég það fyrir tilviljun.
...mér gengur vel í tónlistarskólanum!
...ég hugsa til þess að ég ætla í klippingu í næstu viku.
...mér finnst gaman að hugsa um að ég sé að verða 18. (sem er alls ekki alltaf...)

Arna sem er nývöknuð, ákveðin en mest af öllu bitur út í heiminn!

|