Ginnungagap

30 september 2005

Leyniorðaflækja

Í dag fór ég, eins og stundum áður, að hugsa um hvað ég þyrfti eiginlega að geyma mörg aðgangs- og lykilorð í hausnum á mér. Stundum verð ég svo rugluð að það hálfa væri mikið meira en nóg. Ég er með lykilorð að:
  • Símanum mínum.
  • Tölvunni minni.
  • Heimabankanum og svo annað sem leyninúmer inni í heimabankanum.
  • MA- póstinum og tölvukerfinu.
  • Hotmailinu (msn-inu).
  • Debetkortinu mínu.
  • Kreditkortinu mínu.
  • Innunni
  • Spjallinu á muninn.is
  • Blogginu.

Auk þess eru alltaf einhver tímabundin lykilorð sem maður þarf að muna eins og t.d: ökukennsluvefur, angel-verkefnavefur framhaldskólanna, nemanetið o.s.frv. Ég hef stundum reynt að nota sömu lykilorðin sums staðar en kröfurnar sem settar eru til lykilorða eru afar misjafnar. Þetta gerir það að verkum að stundum prófa ég þrisvar að komast inn á eitthvað áður en ég man rétta lykilorðið. Ég á ekkert í yfirstíganlegum vandræðum með þetta núna en guð hjálpi mér þegar ég er orðin gömul og kölkuð. Þá á ég aldrei eftir að geta:

  • Séð um fjármál mín sjálf, því ég kemst hvorki í heimabankann eða hraðbankann og man ekki símanúmerið í sparisjóðnum
  • Kveikt á tölvunni eða símanum. En það er allt í lagi því að þá er komin afsökun fyrir að komast ekki í heimabankann eða geta ekki hringt í sparisjóðinn
  • Haft nein rafræn samskipti því að ég man ekki lykilorðið á tölvupóstinum og msn-inu og hvað þá að ég muni lykilorðið að blogginu.

Þegar ég verð stór ætla ég að vera búin að samræma lykilorðin mín svo ég tapi ekki glórunni í ellinni.

|