Bónus-phobia
Ég er haldin fóbíu sem ég skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna. Ég er haldin svokallaðri "bónus-fóbíu". Hún lýsir sér þannig að ég forðast eins og heitan eldinn að versla í bónus nema á rólegum virkum morgnum þegar enginn annar er í búðinni og mig bráðvantar eitthvað sem ég fæ ekki annars staðar. Ég get ekki hugsað mér að fara þar inn seinni partinn þegar fólk er að koma úr vinnu og ég tala nú ekki seinni partinn á föstudögum. Til dæmis í gær ætlaði ég að fara með Magneu í bónus en við hættum snarlega við þegar röðin náði næstum út í hinn endann á búðinni. Þegar svona margir eru í búðinni myndast svona "survival of the fittest" stemmning. Oft hef ég óttast að vera troðin undir innkaupakörfum (sem b.t.w. eru fáránlega stórar!) húsmæðra sem hlaupa eftir síðasta kjötfarspakkanum á tilboði. Ég er alveg tilbúin að eyða 2-3 kr aukalega fyrir öruggt umhverfi.
Ég versla frekar í nettó - geðheilsunnar vegna.
Ég versla frekar í nettó - geðheilsunnar vegna.