Ginnungagap

28 september 2005

Endalaust veður

Þegar ég kom í skólann í morgun var svona sambland af snjókomu og rigningu. Þegar ég leit út um gluggann í löngu var bar snjór. Núna sit ég inni á bókasafni og sé ekki á skjáinn fyrir sól, en samt er snjókoma líka. Þetta er næstum því eins og í 66° norður auglýsingu.

Í dag er ég með háleit markmið. Ég ætla mér að:
  • Vera í skólanum til hálf fjögur.
  • Fara í söngtíma kl hálf 5, þó að mér sé illt í munninum.
  • Nota klukkutíma gatið, sem myndast í tónó, til að gera heimadæmin mín. En ég enda örugglega á Glerártorgi að skoða úlpur og fá mér kakó.
  • Vera á kóræfingu frá 6-8.
  • Ganga heim.
  • Horfa á ER og ANTM sem byrja kl 8. 8 er einmitt tíminn sem ég ætla líka að vera að labba heim af kóræfingu.
  • Gera afganginn af heimavinnunni minni.

Eftir að vera búin að skoða málið sýnist mér að það mikilvægasta á listanum sé að ná ER og ANTM. Það hefst aðeins með því að:

  • Sníkja far heim af kóræfingu.
  • Treysta Hrólfi til að taka upp ER og horfa á hana um helgina.
  • Missa af byrjuninni af ANTM.

Það er svo erfitt að vera ég...

|