And down the waterfall....
Klukkan hálf tólf í gærkvöldi byrjaði ég loksins að pakka og það tók ekki nema 5 mínútur. Taskan mín er hálf tóm og ég er með "ég er að gleyma einhverju"tilfinningu. Hún hlýtur að breytast í tilhlökkun um leið og ég stíg upp í vélina á eftir. Það munar öllu að geta flogið beint frá Akureyri. Köben í nótt, Gautaborg og Ropbbie á Sunnudaginn, Köben aftur á mánudaginn og svo bara blákaldur reunveruleikinn... Ferðin hefur nokkur takmörk: Finna utan á mig spjarir þar sem fataskápurinn minn fer bráðum að líða skort ef ekki verður gripið í taumana, skemmta mér vel, láta ekki ræna mig (eins og kom einmitt fyrir Brynju og allar vinkonur hennar nema eina fyrir nokkrum árum) og safna upp kjarki til að fara í Himmelskibet... Sjáum bara til hvernig það gengur.
Eins gott að Robbie elskan taki gömul lög líka því nýji diskurinn hans er ekkert svakalega spennandi. Ekki það ferðalagið, Gautaborg og Robbie sjálfur séu ekki nógu spennandi - hitt væri bara stór plús!
Nu skal jeg sove lidt inden jeg tager til flughavnen og vi ses senere, hej hej.