Veiðiheimilið Hof, Arna
Bráðum verður Grænavatni 4 stungið í samband við umheiminn. Pabbi og Hrólfur þykjast verða að sjá HM svo að þeir pöntuðu sér bara gervihnattadisk. Hann kom síðan loksins í gær en þá vantaði eitthvert stykki svo þeir verða að bíða í nokkra daga í viðbót, Hrólfi til ómældrar óánægju! Ég verð nú reyndar að viðurkenna að andstaða mín við diskfjandann er farin að minnka eftir að ég skoðaði þá dagskrá sem mér verður í boði, það liggur við að ég geti bara sleppt því algjörlega að fara út í allt sumar. Ég átti loksins frí í gær! Það var yndislegt að gera ekki neitt. Vakna bara á mínum tíma, taka því rólega og gera svona hluti sem maður gerir þegar maður er heima. Ég á reyndar líka frí í vinnunni í dag en ég mætti eldsnemma í morgun á GB æfingu og þarf síðan að eyða deginum hér á Akureyri í að gera ekki neitt þangað til í kvöld því þá ætla ég út með stelpunum að halda upp á afmælið hennar Dagnýjar.
Ég þarf hvergi að eiga heima næsta vetur því ég verð alltaf annað hvort í skólanum, tónlistarskólanum eða í nýjast athvarfinu mínu, H1. Félagslíf og frítími - hvað er það?!?