Sögur úr sveitinni, barnasaga eftir mig.
Einu sinni vaknaði ung stúlka í vonda rúminu í herberginu sem hún deildi með systur sinni. Hún svaf í vonda rúminu en ekki því góða af einhverjum óútskýranlegum ástæðum sem ekki eru til rök fyrir. Hún flýtti sér fram úr, klæddi sig og vakti bróður sinni. Svo héldu þau bæði til fundar við Spes sem enn var einsömul, stúlkunni til mikilla vonbrigða. Því næst hélt hún af stað í vinnuna á silfurfáknum. Hún kom aðeins of seint eins og venjulega en það gerði ekkert til þvi hún hefur þróað með sér hæfileika til að taka til morgunmat á ljóshraða. Vinnudagurinn leið eins og venjulega og þegar klukkan var loksins orðin hálf fjögur fór hún að hugleiða að halda heim á leið á ný. Þegar hún kom heim fór hún beint í kaffi á holti eins og venjan segir til um. Kaffisamsætinu bárust þær fréttir að Spes væri loksins orðin léttar. Þá varð unga stúlkan rosalega kát. Þegar leið á kvöldið stækkaði fjölskyldan í þvottahúsinu jafnt og þétt en lokaniðurstöður urðu því miður þær að aðeins þrjú af afkvæmunum fimm komust lífs af. Unga stúlkan fór hamingjusöm að hátta þetta kvöld og það skyggði ekki á hamingjuna að útsýnið úr baðherbergisgluggan var sérlega glæsilegt það kvöld.
Síðan eru liðnar þrjár vikur og unga fólkið í þvottahúsinu er orðið miklumiklu stærra en myndirnar segja til um auk þess sem það er afskaplega lífsglatt!
(Vá hvað þetta er sljótt! Það verður þá bara að koma meira seinna...)
ArNAhjöRleIFSdóTtirgRænAvaTNi4