Ginnungagap

09 júlí 2007

Sögur úr sveitinni, barnasaga eftir mig.



Einu sinni vaknaði ung stúlka í vonda rúminu í herberginu sem hún deildi með systur sinni. Hún svaf í vonda rúminu en ekki því góða af einhverjum óútskýranlegum ástæðum sem ekki eru til rök fyrir. Hún flýtti sér fram úr, klæddi sig og vakti bróður sinni. Svo héldu þau bæði til fundar við Spes sem enn var einsömul, stúlkunni til mikilla vonbrigða. Því næst hélt hún af stað í vinnuna á silfurfáknum. Hún kom aðeins of seint eins og venjulega en það gerði ekkert til þvi hún hefur þróað með sér hæfileika til að taka til morgunmat á ljóshraða. Vinnudagurinn leið eins og venjulega og þegar klukkan var loksins orðin hálf fjögur fór hún að hugleiða að halda heim á leið á ný. Þegar hún kom heim fór hún beint í kaffi á holti eins og venjan segir til um. Kaffisamsætinu bárust þær fréttir að Spes væri loksins orðin léttar. Þá varð unga stúlkan rosalega kát. Þegar leið á kvöldið stækkaði fjölskyldan í þvottahúsinu jafnt og þétt en lokaniðurstöður urðu því miður þær að aðeins þrjú af afkvæmunum fimm komust lífs af. Unga stúlkan fór hamingjusöm að hátta þetta kvöld og það skyggði ekki á hamingjuna að útsýnið úr baðherbergisgluggan var sérlega glæsilegt það kvöld.


Síðan eru liðnar þrjár vikur og unga fólkið í þvottahúsinu er orðið miklumiklu stærra en myndirnar segja til um auk þess sem það er afskaplega lífsglatt!

(Vá hvað þetta er sljótt! Það verður þá bara að koma meira seinna...)

ArNAhjöRleIFSdóTtirgRænAvaTNi4



|

30 apríl 2007

Poverty is the worst form of violence (Mahatma Gandhi)

Ég er klárlega ekki efni í forritara ársins. Ég breytti til hjá mér til að gera nú allt fínt og fallegt en það er galli á gjöf Njarðar. Allt sem ég var búin að stilla að mínum þörfum datt út og ég þurfti að byrja frá grunni. Ég er búin að sitja sveitt í allt kvöld við að setja tenglana inn upp á nýtt, koma haloscaninu aftur inn, koma blogger-kommentakerfinu út og ég veit ekki hvað. Þetta þarf allt að gera á einhverju geimtungumáli. Mér tókst þetta í grófum dráttum en eftir situr tómt Previous Post, ég hef ekki græna glóru um það hvernig ég á að laga það en það verður bara að hafa það. Svo á ég sjálfsagt eftir að bæta einhverjum í tengla, þið sjáið bara um að minna mig á það.

Inn á milli blótsyrða og þess að reyna að muna 20 gleymd password horfði ég á American Idol. Ég var orðin eins og amerísk grenjuklisjukerling með útbitna samvisku því það var fjáröflunarþáttur til styrktar ýmsum góðum málefnum. Það er hræðilegt að sjá aðbúnaðinn sem sumt fólk býr við. Sumir berjast við það alla daga að sjá fyrir fjölskyldunni sinni en það oft bara ekki nóg, fólk er að svelta allstaðar í heiminum! Það er líka erfitt að reyna að sjá fyrir börnunum sínum þegar maður er sjálfur langt leiddur af alnæmi eða öðrum sjúkdómum. Hvað þá þegar öll börnin manns eru með malaríu! Fátækt er ekki eitthvað sem er allt í lagi að viðgangist bara af því að hún hefur alltaf verið til! Hvorki í Afríku, Ameríku eða Íslandi (já það er til fátækt fólk á Íslandi)! Og hvað geri ég? Ég geri mest lítið nema að fá allasvakalegt samviskubit yfir kexinu sem ég var að borða en mig langaði ekkert rosalega mikið í. Og guð veit að ekki var það hungur sem knúði áfram átið!
Það eru bara svo rosalega margar leiðir til að láta gott af sér leiða að ég á eftir að eiga í hinum mestu vandræðum með að ákveða hvað ég ætla að styrkja. En það er víst að samviskan hættir ekki að naga fyrr en ég læt gott af mér leiða! Hvað með þína samvisku?

|

15 febrúar 2007

Rigning í febrúar

Einu sinni voru Arna og Ragnhildur 9 ára. Þá héldu þær upp á afmælið sitt í sameiningu heima hjá Örnu á Grænavatni. Þær voru rosalega smart og sætar við það tilefni.

Seinna urðu Arna og Ragnhildur 19 ára. Þá voru þær enn meira kúl en fyrir 10 árum. Það kúl að það tók ótrúlega langan tíma að finna mynd sem þær voru báðar á.



Það hrjáir mig ótrúlega fyndið vandamál. Í tvo daga er hægra augnlokið á mér búið að vera bólgið. Það lítur út eins og ég hafi grátið í viku en bara með öðru auganu. Í morgun þegar ég vaknaði leit ég út eins og hefði verið barin en marbletturinn gleymt að koma. Þetta er þó allt að koma til og ég býst við skjótum bata.
Eftir að ég hætti í tónlistarskólanum finnst mér ég vera í fríi á hverjum degi eftir skóla. Ég fer heim, fæ mér kaffi, fer í tölvuna, læri jafnvel heima og ef þannig liggur við sofna ég í sófanum. Nýja lífið er skemmtilegt þó ég sakni þess vissulega að vera í tónlistarskólanum. Hvað verður eiginlega um mig eftir páskafrí? Þá verður Gettu betur búið og ég verð bara í skólanum! Hvernig ætli ég höndli það? Það er samt bara seinni tíma vandamál. Í augnblikinu ætla ég að halda áfram að einbeita mér að því að vera átján ára meðan það varir.

|

03 febrúar 2007

Einu sinni var - frh

...systkynakærleikur móðins á jólaballi.

...jólakortamyndataka. Hrólfur át filmubox, Brynja rembdist við að halda gosbrunninum inni á myndinni og Arna æfði Zoolander svipinn.

...Arna í allt of stórum jakka á öskudaginn.
...Var Hrólfur 4 ára og þá voru Halldóra og ljónin ástirnar í lífi hans.

...Þorgerður kát og Hrólfur Kasanova junior

...fór Brynja á klósettið og Arna bara varð að fara með til sinna mikilvægum erindum eins og til dæmis að binda á sér fótinn.

...afmælisveislur sko ekkert slor.

|

27 janúar 2007

Einu sinni var...

... Arna á leiðinni í leikskólann með bananabrauð og kókómjólk í grænni tösku

...Brynja bolla með rauðan sjóhatt og í rauðri kápu.

...Arna hrædd við stjörnuljós.

...Hrólfur góður við Trýnu


...Brynja að drekkja Örnu í baði.

...Brynja kúl, Stjáni blái sköllóttur og Arna skökk.

|

19 janúar 2007

Allt að gerast

Loksins er það að gerast sem ég hef verið að bíða eftir. Ég er ekki að tala um það að prófin séu að verða búin. Ég er ekki heldur að tala um Gettu betur - það er kapítuli út af fyrir sig. Ég er að tala um HM í handbolta. Hrólfur -farðu að taka fram hjálminn og fjötrana.

Það eru mjög athygslisverðir bakþankar aftan á fréttablaðinu í dag (föstudag). Þar er Sigurjón Kjartansson að tala um hvað hann væri mörgum handtökum frá einhverjum merkilegum. Hann rekur sig til dæmis fjórum handtökum frá Hitler, er tveimur handtökum frá Bush og öðrum stórmennum og þekkir mann sem er 6 handtökum frá Beethoven (hvernig sem það gengur upp). Svo í staðinn fyrir að læra eyddi ég deginum í að pæla í því hvort ég gæti rakið mig saman við einhvern merkismann. Fyrst datt mér enginn merkilegur í hug nema einhverjir íslenskir nóboddíar. Svo datt mér í hug að nokkrir af þessum veiðimönnum mínum væru nú soldið stórir karlar og hefðu sjálfsagt tekið í hendurnar á einhverjum sem hafa tekið í hendina á einhverjum sem er merkilegur. Það var ekki fyrr en núna áðan sem mér datt í hug að líta mér nær. Það vill svo til að mamma er nuddari, meira að segja nokkuð góður nuddari. Þar af leiðandi hefur hún nuddað þónokkra merkismenn, íslenska, útlenska, stóra, litla, merkilega, ofmetna, vanmetna og svo framvegis. Það sem rann samt síðast upp fyrir mér er að það eru ekki bara hendurnar á fólkinu sem nuddarar taka í. Bíddu... þýðir það þá ekki að ég hafi komið við rassa út um allan bæ? Hvað eru mörg handtök frá mér í rassinn á þér...?

|

11 janúar 2007

Nebensätze und Konjunktiv II

Það er greinilega komin próftíð. Elli og Sigga eru stungin af til Kanarí og það eina sem ég og strákarnir tölum um er Lappi. Eða Lappi Gabríel eins og hann kallast á þessum árstíma. Mér reiknast það til að það sé akkúrat ár í dag síðan Lappi Gabríel skrifaði hér sína eigin færslu um það hversu óréttlátt og erfitt það væri að vera hundur sem ekki má hlaupa á eftir hverju sem er. Hann ætlar ekki að gera neitt slíkt núna því að sjálfsögðu hleypur hann ekkert sem hann má ekki hlaupa lengur, geltir aldrei þegar hann má ekki gelta og kúkar ekki þegar ég er ekki með poka. Eða þannig.

Þýska á morgun.
Arna.

|