Ginnungagap

19 maí 2006

Was?

Í morgun vaknaði ég ógurlega hress og kát. Ég gékk hægum skrefum fram á bað teygði mig í tannburstann og leit svo í spegilinn. Venjulega heilsar mér í speglinum nokkuð illa til höfð útgáfa af mér (oft finnst mér ég reyndar bara líta ágætlega út á morgnanna, þroti og bólgur slétta húðina og varirnar eru eins og ég hafi farið í botox), morguninn í morgun var engin undantekning. Ég setti tannburstan upp í mig og ætlaði svo að virða mig fyrir mér en ég komst ekki lengra en að sjá upp að höku, og það enga smá höku. Hvernig stendur á því að maður fer að sofa með sæmilega höku en vakna með standandi undirhöku?! Ég hélt að mér hlyti að hafa missýnst og leit aftur en nei, hún er bara sest þarna að. Hvernig fer maður að því að æfa af sér undirhöku?

Ég var að hugsa um að skrifa hvað ég væri eyðilöggð manneskja yfir því að framsókn nái ekki inn manni í Reykjavík en ég hætti við það því ég gat ekki hugsað mér það að einhvern myndi ekki fatta kaldhæðnina...

|