Ég er Arna, ég er sextug
Ég vildi óska þess að það eina sem ég þyrfti að hugsa um næsta mánuðinn væru rollur. Enginn skóli, enginn tónlistarskóli, engin próf. Bara ég, kindurnar, lömbin, fuglarnir, rás 2, gróðurinn, lopasokkarnir, góða veðrið og kyrrðin. Enda hef ég tekið þá ákvörðun að eftir menntaskólann ætla ég að taka mér ársfrí til að gera eitthvað skemmtilegt en hvað sem ég geri þá ætla ég að fara heim í maí og upplifa alvöru sauðburð - og ekkert annað! Ég heiti ekki Ísbjörg og ég er ekki ljón. Ég heiti Arna og ég er úr sveitinni!