Ginnungagap

16 apríl 2006

Fullkomið heilbrigði

Ég sit í reykjarkófi og sé varla á skjáinn. Þetta er í annað sinn í dag sem kalkúnninn hrynur í ofninum og veldur öndunar- og sjónerfiðleikum hjá öllum fjölskyldumeðlimum. Ég held að kalkúnsgreyið sé að reyna að segja okkur eitthvað og við erum svo squere að við skiljum það ekki. Bless bless góður páskamatur...

Ég er búin að vera að horfa á það var lagið í dag. Búin að einhverfast með heddfónana á hausnum og syngja með, sama hvort ég kann lagið eða ekki. En mér er sama - ég er skotin í Pálma Sigurhjartar.

O.C. búið í bili. Önnur sería er með því dramatískara í þessum heimi held ég bara. Boðið upp á alla þessa týpísku dramatík: óskilgetin börn, nokkur tilfelli um yfirvofandi framhjáhald, börn gerast samkynhneigð í mótþróa við foreldrana, gamlar klámmyndir, vandræðaunglingar sleppa úr fangelsi og gera allt vitlaust, óvænt drykkjuvandamál og hjartaáfall í sundlaug og morð í varnarskyni. Svo er reyndar líka einhver gamaldags ástarsaga um eina stelpu og tvo stráka en hver tekur eftir svoleiðis hallærisdrama...?

Er hætt að sjá á skjáinn sökum reyks - eins gott að kalkúnninn standi fyrir sínu.

|