Ginnungagap

17 maí 2006

I carried a watermelon!

Í gærkvöldi hlustaði ég á escradio.com, þar sem heyra má eurovisionlög af öllum stærðum, gerðum og aldri. Á undan sumum lögunum sem eru að keppa núna kynna flytjendurnir sig og lagið sitt á misbjagaðri ensku. "Hæ mæ neim is Achenbract and tis is mæ song for At-hens tútásandsix." Svo eru ótrúlega hallærisleg remix af nokkurra ára gömlum lögum og það er eins og allir hafi sett lagið sitt á einn og sama grunninn því í remix útgáfunni hljóma þau öll alveg eins. Af og til eru lög líka kynnt "this is a eurovision classic". Það eru þá venjulega, eins og nafnið bendir til, klassísk gömul lög sem gerðu það gott. Ég held að það hafi einhver mistigið sig aðeins í gærkvöldi þegar Það sem enginn sér, framlag Íslendinga árið 1989 var kynnt sem eurovision classic. Ég veit ekki betur en að það hafi ekki fengið nein stig og hafi ekki verið neitt sérstaklega vinsælt, ekki einu sinni á Íslandi.
Danska tvistið fer ekki úr hausnum á mér. Mér fannst það ekkert spes í fyrsta sinn sem ég heyrði það en það verður flottara í hvert skipti. Ég er strax farin að hlakka til laugardagsins - ekkert er betra en blanda af eurovision og sauðburði! Robbie eftir aðeins rúmlega 40 daga!

|