Fram þjáðir menn
Mér myndi ekki þykja það leiðinlegt ef það væru alltaf þrír dagar í helgi, maður gæti alltaf gert svo margt. Þrír dagar er svo miklu meira en tveir dagar! Ef maður á þrjá daga til aflögu sting ég upp á að maður:
- Fari heim til sín, til að byrja með.
- Fari pínu í fjárhús (eða bara mikið...)
- Þrífi bílinn alveg inn að kviku
- Fari í Kelduhverfi til Magneu gestrisnu og njóti samvista við hana og fjóra aðra óslípaða demanta
- Nauðgi SingStar
- Fari í Ásbyrgi og blotni í fæturna
- Komi þrjá daga í röð til Húsavíkur.
- Fari í þrjú kaffi á einum klukkutíma.
- Fari ekki aftur til Akureyrar fyrr en mjög seint
- Horfi mikið á Bráðavaktina
Ég er að reyna að læra á myndavélina mína og finna út allt sem hún býður upp á. Þessi leit dregur út listrænu hliðina á mér og ég ætla að deila með ykkur tveimur afar ólíkum myndum sem ég er afar stolt af.
Verðlaun fyrir þann sem veit hvað er á efri myndinni.