Ginnungagap

06 apríl 2006

Draumalandið mitt...?

Planið fyrir þessa viku var: Skila heimadæmum, skila og klára söguritgerð, fara í söngpróf, fara í Njálupróf og leyfa mér síðan að fara í páskafrí.
Vikan varð svo miklu meira: Skilaði heimadæmum og söguritgerð, sleppti söngprófinu sökum veikinda, tók ágætt Njálupróf, fór á Jesus Christ Superstar, fór á stórskemmtilegan fyrirlestur í Samkomuhúsinu þar sem Andri Snær kynnti bók sína, Draumalandið, fór ekkert í tónó, fór í bað um miðjan dag, nældi mér í aðra seríu af OC.

Frétt vikunnar númer 1 er samt það að hún Amma Dedda varð níræð í gær. Af því tilefni kom hún til Akureyrar og skellti sér á fyrirlesturinn hans Andra Snæs. Alveg rosalega hipp og kúl, hún amma.

Frétt númer 2 er svo að Menntaskólinn á Akureyri vann Gettu betur. Þeir unnu svo stórt að það var eiginlega ekki gaman en vá hvað það var gaman að vinna. Mér fannst líka svo gaman að sjá hvað voru margir í Kvosinni að horfa og svo fannst sextugu Örnu líka alveg rosalega flott að heyra að stuðningsliðið söng skólasönginn eftir að sigurinn var í höfn.

Páskafrí á morgun!

|