Ginnungagap

25 nóvember 2005

Acos(v) + Bsin(v)= C

Ég var í stærðfræðiprófi í dag og sannaði þessa reglu. Annars veit ég ekkert hvernig mér gékk. Vonandi vel! Nóg að gera eins og venjulega! Ég er komin heim. Harry Potter er frumsýnd í kvöld. Ég geri ekki þau mistök að fara aftur í bíó á frumsýningardegi, af ótta við að vera troðin undir. Ég hlakka samt svoo til að sjá myndina! Ég fann mér kjól í dag og er ánægð með hann (á leigu reyndar, en það er ekkert verra).

Stundum held ég að ég sé ein í heiminum... Ég stend mig oft að því að tauta með sjálfri mér og oft syngja þegar ég er ein að ganga. Stundum er ég líka að gera sérhljóðaprófanir á munninum á mér og þá hljóma ég eins og góður dagur á Sólheimum. Oft hlæ ég líka upp úr þurru. Svo tala ég endalaust mikið við Lappa þegar við erum bara tvö heima. Þessa dagana eru gluggar líka uppáhaldsspeglarnir mínir. Maður sér sig ekki nákvæmlega og allar misfellur hverfa og maður er alltaf sætur í þeim. Það sem er hins vegar ekki eins gott er þegar ég missi mig í trylltum dansi fyrir framan gluggana og dáist að "fimum" hreyfingum mínum. Það gerðist einmitt í gærkvöldi þegar ég missti mig í mambó hlustandi á Bogomil Font og milljónamæringa. Ég er ekki viss um að fólkið sem átti leið um Suðurbyggðina hafi fundist hreyfingar mínar eins fimar! Það sem ég nota sem spegil er nefninlega gegnsætt...

|