Lóðin hlaðast á mig, bamm baramm, bráðum verð ég alveg eins og þú...!
Ég held að seinni gelgjan hafi hjálpað mér í gegnum stærðfræðihremmingar í gærkvöldi. Hvernig í ósköpum? Jú, ég var sem sagt að læra fyrir stærðfræðipróf og mér gékk ekkert sértstaklega vel - þangað til ég fann Eldhúspartý fm uppi í hillu hjá Sigga. Þessi diskur hefur ekki heillað mig hingað til svo að þetta lýsir djúpri örvæntingu minni. Á meðan ég hlustaði á gamla slagara í breyttum búningi, lærði ég bæði sannanir og reglu. Þegar eldhúspartýið var búið fann ég Best of Andrew Lloyd Webber. Ég er ekki viss um að Ella og Lappa hafi fundist þetta eins gaman og mér, því þegar maður er með heyrnartól gerir maður sér ekki alltaf grein fyrir því hvaða hljóð maður gefur frá sér...
Hrólfur á afmæli í dag, í tilefni af því ætlar hann að vera að heiman. En ég ætla heim og baka köku.
Í löngu í gær beið ég lengi í röð eftir að fá mér kringlu og kókómjólk í sjoppunni. Þegar settist svo loksins, tók ég bita af kringlunni og stóran sopa af kókómjólkinni. Það voru mistök - ég hljóp inn á bað og kúgaðist og skolaði munninn á mér lengi! Kókómjólkin var ónýt! Ég sat út löngu með fýlusvip en á leiðinni í tíma fór ég og fékk nýja. Svo þegar ég var komin í lífsleikni með kringluna og nýja kókómjólk, þorði ég ekki að fá mér sopa. Steinunn sessunautur minn var ekki með neitt pjatt og tók sopa - það voru líka mistök. Held að ég þori ekki að fá mér kókómjólk í bráð...
Pjattrófan