Ja hérna hér
Haldið ykkur, haldið ykkur fast! Ég, Arna Hjörleifsdóttir, er rétt komin frá Húsavík. Það gerist nú ekki oft. Nú eru eflaust margir sem eru að velta því fyrir sér hvort ég hafi þurft að hitta lækni eða sýslumanninn. Ég þurfti nú hvorugt, ég var að heimsækja hana Sigrúnu ömmusystur mína á sjúkrahúsið.
Landsleikur í handbolta á eftir. Þetta er nú reyndar bara vináttulandsleikur en það breytir því ekki að ég á eftir að missa mig í æsingi. Sem betur fer er ekki til kók, þá myndi enginn þora að horfa á leikinn með mér. Fyrir þá sem er ekki kunnugt um handboltaástand mitt þá myndi ég ekkert vera að kynna mér það - ég er sjálfri mér og öðrum hættuleg!