Ginnungagap

22 nóvember 2005

And through it all she offers me protection

Þá er það ákveðið. Ég er búin að mæla mér mót við hann Róbert Vilhjálmsson þann 2.júlí Gauraborg í Svíþjóð. Ég fer ásamt fríðu föruneyti, Brynju, Ástu og svo verður Hildigunnur í Danmörku. Hlakka ekkert smá til. Var reyndar alltaf að skipta um skoðun um þetta í gærkvöldi. Við vorum nefninlega búnar að ákveða að fara að sjá hann Róbert í Kaupmannahöfn en þessir danir kunna sig ekki og keyptu alla miðana. En við létum danskan dónaskap ekkert stoppa okkur og leituðum bara til Svíþjóðar sem er ekki verra því aldrei hef ég komið þangað! Brynja hringdi nokkrum sinnum í mig í gærkvöldi. Fyrst til að segja mér að það væri uppselt í Köben. Ég hugsaði að ég nennti ekki að vera að pirra mig á þessu og sætta mig bara við það. Svo eftir smá stund hringdi Brynja aftur og sagði að það væru tónleikar í Gautaborg hvort við vildum ekki bara fara á þá. Þá varð ég rosalega glöð aftur. Svo hringdi hún í þriðja skiptið og sagði að miðarnir sem væru eftir í Sví þjóð væru svo lélegir að við vildum þá ekki. Þá hugsaði ég að ég skildi ekkert nenna að vera vonsvikin. En sem betur fer hringdi hún í fjórða skiptið og tilkynnti mér að það væri búið að kaupa miða!

Ég drakk kókómjók í dag og það var allt í lagi með hana. Ég held að það hafi verið gott að ég drakk hana strax og var ekki að velta mér upp úr atvikum síðustu vikiu, því ef ég hefði geymt það þá hefði ég kannski aldrei aftur þorað að fá mér kókómjólk.

Er ekki enn búin að ákveða neitt í sambandi við árshátíðina. Ég er reyndar búin að panta mér litun og plokkun en ég er ekki viss um að það sé viðeigandi klæðnaður.

|