Ginnungagap

06 nóvember 2005

Sveitapiltsins draumur

Já nei ég fór ekki í leikhús aftur í kvöld. Fór hins vegar í keilu með Brynju og Hildi, fékk mömmupitsu og horfði á "so you think ypu can dance". Svo var hún Ragnhildur svo elskuleg að kitla mig og ég ætla að verða við því. Upplýsingar um kitl hjá Ragnhildi.

7 hlutir sem ég ætla að gera áður en ég dey:
  • Læra að elda
  • Fara til Ítalíu
  • Þora að fara á hestbak
  • Vinna útivinnu
  • Vinna eitthvert sjálfboðastarf
  • Læra að dansa
  • Syngja í a.m.k. einni óperu
7 hlutir sem ég get gert:
  • Bakað
  • Prjónað
  • Farið upp á háa c
  • Sofnað við næstum því hvaða aðstæður sem er
  • Horft endalaust á ER
  • Tekið á móti lömbum
  • Farið ein t.d. í búðir og á kaffihús
7 hlutir sem ég get ekki gert:
  • Reynt að selja fólki eitthvað
  • Fundist gott að láta nudda á mér axlirnar
  • Borðað svið
  • Horft á fólk niðurlægja sig
  • Sett tunguna upp á nef
  • Leyst gestaþrautina á Arnarvatni
  • Lesið bækur eftir Helga Jónsson
7 hlutir sem heilla mig við hitt kynið:
  • Augun
  • Hárið
  • Flott líkamsbygging
  • Góð lykt
  • Tónlistarhæfileikar
  • Húmor
  • Fatasmekkur
7 frægir karlmenn sem heilla mig:
  • Johnny Depp
  • Björn Hlynur
  • Frank Lampard
  • Ewan McGregor
  • Eiður Smári
  • Mekhi Phifer
  • Guðjón Valur
7 orð sem ég segi oftast:
  • Jemundur minn
  • Pent
  • Sneddí
  • Súper
  • Hvað er málið
  • Herremíngúð
  • Villt
Þig getið ekki ímyndað ykkur hvað mér fannst þetta erfitt! Ætla að gera það að manngæsku minni að kitla ekki neinn! Það er líka búið að kitla flesta á mínum bloggrúntinum mínum. Nema kannski Ernu og hún má endilega gera það ef hún vill.
Ég held að Johnny vinur minn Depp sé á öllum svona listum sem ég hef séð. Pælið í því.
Er ekki ennþá búin að læra textana sem ég er að fara að syngja á þriðjudaginn, gaman á því...

|