Ég er mín eigin kona
Váá... Ég var að koma úr leikhúsi með Ernu sem sér að hluta til um menningarlegt uppeldi mitt. Við fórum á Woyzech og sýningin er frábær! Örugglega flottasta sýning sem ég hef farið á! Ég er svo uppfull af leikhúshugsunum að ég er inni á midi.is að leita mér að öðru leikhúsi annað kvöld. Það er alltaf svo mikil stemning tengd því að fara í leikhús, allir svo fínir og spenningurinn sem kemur þegar ljósin dofna og þegar tjaldið er dregið frá. Í þessu verki eru líka svo margir flottir karlmenn, til að mynda Björn Hlynur. Gaman að segja frá því að í einu atriðinu óttaðist ég að hann myndi sparka ítrekað í hausinn á mér og hann spýtti ítrekað yfir mig. Minnti mig nú bara á Með fulla vasa af grjóti hérna um árið.
Ragnhildur kitlaði mig, en í kvöld er ég ónæm fyrir kitli og ætla bara að klóra mér á morgun.
Elska það þegar maður verður svo barnslega skotinn í t.d. leikurum eða íþróttamönnum að maður verður varla mönnum sinnandi ef þeir eru nefndir á nafn. Í dag hafa Björn Hlynur og Guðjón Valur þessi áhrif...
Leikhúsrottan