Ginnungagap

12 nóvember 2005

Fastir liðir eins og venjulega

Aaaa það er svo gott að koma heim. Kom heim um miðjan daginn og byrjaði á þessu venjulega: Pönnukökur hjá ömmu, kaffi á Holti, leggja mig, láta pabba vekja mig í kvöldmat og horfa á Spaugstofuna á Holti. Ég lagði mig reyndar á svo undarlegum stað að pabbi var nánast búin að kalla á björgunarsveit þegar hann fann mig. Mér fannst þetta nú vera óþarfa æsingur. Ég meina, hver leitar ekki í þrönga skotinu ofan á dýnunum undir nuddbekknum, bak við teppið...?
Það er svo fyndið þegar maður er ekki búinn að koma heim í svolítinn tíma þá verður allt einhvern veginn svo betra og fallegra en mann minnti. Það verður allt manns eigin. Fjöllin mín, vatnið mitt, húsin mín. Og þegar andinn heltók mig alveg var ég farin að eigna mér tunglið.

Sigga söngkennari fer í frí bráðum og hún er byrjuð að borga okkur tímana sem við missum með því að taka okkur í tíma á laugardögum. Ég átti tíma einhvern tímann um hádegið og ákvað því að kaupa mér miða á ball í gærkvöldi. Í gær þegar ég hringdi í Siggu til að fá það staðfest hvenær tíminn væri spurði hún hvort ég gæti ekki komið klukkan hálf ellefu. Og ég hugsaði að það væri nú ekkert mál því ég þyrfti ekkert að jafna mig eftir svona böll. Þegar ég svo vaknaði klukkan hálf tíu til að sjæna mig og koma röddinni í gang. Þá sá ég að ég þurfti nú e-ð meira en 40 mínútur til að geta sungið plús það að hárið á mér var eins og öskubakki, þannig að ég sendi Siggu sms, afboðaði mig í tímann og lúrði fram að hádegi. Flott Arna!

Það var mynd í sjónvarpinu í kvöld um ungan dreng sem missir föður sinn. Til þess að mamman haldi búinu tekur strákurinn þátt í einhverrri hundasleðakeppni til að freista þess að vinna verðlaunaféð. Hinir keppendurnir eru mikli stærri og æfðari en aðalsöguhetjan... Getur einhver giskað á það hvernig myndin endaði?

|