Ginnungagap

02 nóvember 2005

Háa c-ið, hér kem ég!

Mér finnst svo gaman í tónlistarskólanum. Loksins er ég farin að sjá árangur erfiðisins. Ekki misskilja mig samt - ég er ekki búin að læra að syngja! Ég held að maður læri það nú reyndar aldrei... Ég er samt t.d. farin að heyra og finna þegar ég er að gera vitlaust, heyra þegar aðrir gera eitthvað ekki alveg eins og á að gera það og ég held að röddin í mér hafi stækkað um 4 númer á einu ári! Ef ég verð áfram svona dugleg tek ég vonandi grunnprófið í vor.

Barnabækur er það sem vermir náttborðið þessa dagana og ekki í fyrsta skiptið. Það er svo gott að lesa barna- og unglingabækur, þær eru ekki með einhverjum óþarfa flækingi og slaufum. Í 96% tilvika enda þær líka vel og hvern langar nú eiginlega að lesa skáldsögu sem endar illa...? Er að klára Sitji Guðs Englar, Saman Í Hring er næst. Svo las ég um daginn Peð á plánetunni jörð. Hún er um alvöru fólk með alvöru vandamál og hún endar vel. Já og svo les ég helst ekki barnabækur sem ég hef ekki lesið áður. En ég les samt aldrei fyrsta kaflann aftur. Hef til dæmis örugglega lesið Sitji guðs englar, saman í hring og sænginni yfir minni 10 sinnum og Peð á plánetunni jörð álíka oft.

Fór í sögupróf í dag og ég væri að ljúga ef ég segði að mér hefði gengið vel...

|