Ginnungagap

14 nóvember 2006

Þurrar tær gera hamingjusaman eiganda!

Aldrei á ævinni hef ég verið eins ánægð með að eiga gúmmístígvél og í dag og í gær! Veðrið er ekki búið að vera upp á marga fiska, í gær lá 15 cm slabblag yfir öllum götum og í dag er búið að snjóa, snjóa og snjóa! Ég fæ nostralgíukast við það að vefja buxunum þétt utan um fæturnar og ég tala nú ekki um þegar að sokkurinn verður eftir ofan í stígvélunum, það er alvöru. Það er eiginlega bara eitt sem er frábrugðið því sem var. Í gamla daga voru nefninlega flestir aðrir í stígvélum líka en þegar ég lít í kringum mig í forstofunni í skólanum eru engin önnur stígvél. Það eru reyndar nokkur gellustígvél en þau gera ekki sama gagn og gúmmístígvél. Þar eru einnig nokkrir vetrarskór, mikið af strigaskóm, nokkrir sumarskór og þónokkrir opnir gelluskór (sem ég get fullyrt að eru í eigu busagella sem eru ekki enn búnar að átta sig á því að það er ekki heillandi að vera heimskur! (efa líka að kalsár heilli marga...))
Ég er að hugsa um að gera óformlegri könnun um það hverjir komust í skólann í gær án þess að blotna í fæturnar? Þeir sem búa á vistinni mega líka svara því það var allt annað en þurrt á milli vistarinnar og skólans. Þeir sem komu á bíl mega líka svara því hafa líklega þurft að synda í gegnum bílastæðið til að komast inn í skóla. Þeir sem eru ekki í menntaskólanum eða búa yfirhöfuð ekki á Akureyri mega endilega líka segja mér einhverjar góðar fótasögur!

Arna sem er ekki blaut í fæturna!
(Afhverju í ósköpunum segir maður samt að maður sé blautur í fæturna?)

|