Ginnungagap

21 september 2006

KF Nörd...

Lífið heldur áfram. Það er eins og ég hafi aldrei farið í sumarfrí - lítið breyst nema númerið á bekknum mínum. Sama draslið er farið að safnast á sömu staðina og í fyrra og ég er strax farin að vera kærulaus, eins og í fyrra. Ég er búin að vera hérna í viku og draslið mitt er fyrst núna að komast á næstum því rétta staði...

Æskuminning/húsráð dagsins: Þegar ég var lítil og fór í mat á Holti þá var oft súpa á eftir matnum, nema ef það var laugardagur - þá var grjónagrautur. Og til þess að galgopinn ég brenndi ekki af mér munninn í græðgi minni, hellti Abba alltaf súpunni/grautnum á milli skála til þess að kæla það:) Góð saga Arna...

Afhverju var ég ekki fengin til að vera í Kf nörd...?

|