Ginnungagap

16 janúar 2006

Stæ 403 here I come!

Ég held ég sé skitsó/einhverf/allsvakalega þroskaheft. Miklar einverur mínar undanfarna daga eru farnar að segja til sín. Ef einhver myndi sjá til mín myndi hann halda að ég væri nýsloppin út. Ég hlæ, skelf og tala við sjálfa mig (eða Lappa) um stærðfræði. Ég er algjörlega óhæf í að tala um eitthvað annað en stærðfræði, nema þegar ég tala um Lappa, því ég er orðin eins og óþolandi mamma sem talar ekki um annað en barnið sitt og í þessu tilviki er Lappi barnið mitt. Flestar setningar mínar þessa dagana byrja á: "Veistu hvað Lappi gerði...". Ég stóð líka sjálfa mig að því að tala um mig í þriðju persónu. Ég hélt að það gerðu bara óþolandi mæður. Ég sagði við Lappa að ég gæti ekki leikið því "Arna" þyrfti að læra. Held það sé ekki allt í lagi. Eins gott að það er bara próftíð tvisvar á ári.

Farin í bað að hreinsa andann (og líkaman) fyrir ógnina ógurlegu.

|